Almenningur býður parinu samastað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2022 12:00 Parið lenti illa í því í gær þegar gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra eftir að lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur. sigurjón ólason Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ. Kópavogur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ.
Kópavogur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira