Frá þessu er greint á vefnum Akureyri.net. Þar segir að Jónatan Þór hafi látið stjórn handknattleiksdeildar KA vita að hann stefni ekki á að framlengja samning sinn og muni hætta sem þjálfara liðsins í vor. Einnig kemur þar fram að Jónatan Þór hafi sagt leikmönnum liðsins frá ákvörðun sinni.
Jónatan Þór er á sínu fjórða tímabili með KA og fór liðið alla leið í úrslit í bikarnum á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð hefur ekki gengið sem skildi en KA er sem stendur í 10. sæti með 9 stig að loknum 13 leikjum. Er liðið fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni.