Gæsluvarðhaldi yfir mönnum í hryðjuverkamáli hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:00 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Búið er að kveða upp úrskurð í máli beggja manna. Annar mannanna var í síðustu viku ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka og hinn fyrir aðild að skipulagningu hryðjuverka. Þeim var í kjölfar þess sleppt úr haldi þar sem Landsréttur taldi mennina ekki vera hættulegir sér eða öðrum. Fréttastofa náði tali af Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars mannsins, í héraðsdómi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. Hann segir næstu skref velta á því hvað héraðssaksóknari gerir. „Hann tók sér frest til að ákveða það hvort þessum úrskurði yrði unað eða honum skotið til Landsréttar. Ef þetta stendur svona óbreytt þá má segja að málið fari í hinn hefðbundna farveg sakamáls hér fyrir dómnum,“ segir Sveinn Andri. Klippa: Segir þann ákærða nánast í gjörgæslu hjá foreldrum sínum Óskað var eftir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna en til þess að það fari í gegn þarf að vera sterkur grunur um að almenningur hafi hagsmuni á því að einstaklingurinn sé í gæsluvarðhaldi. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann vonist til þess að þetta létti aðeins á skjólstæðingi sínum. „Hann er bara í foreldraranni, nánast í gjörgæslu hjá þeim. Þetta hefur verið gríðarlegt álag á hann og ég vona að þetta létti aðeins á honum,“ segir Sveinn Andri. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstaðan verði kærð til Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39 Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. 16. desember 2022 10:39
Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15. desember 2022 23:38