Lyfja valið markaðsfyrirtæki ársins 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2022 13:29 Fulltrúar Lyfju við afhendingu íslensku markaðsverðlaunanna í gærkvöldi Ímark Lyfja var valið markaðsfyrirtæki ársins þegar íslensku markaðsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi í 29. skipti við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þetta er í fyrsta skipti sem Lyfja hlýtur þessa viðurkenningu. Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira