Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:30 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. „Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
„Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira