Rifrildi og ósætti eða tær snilld Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 18. desember 2022 11:00 Ég hélt að ég myndi ekki skrifa meira um kjaramál, en hér er ég aftur, ég get bara ekki setið á mér. Ég er svo uppveðruð af þessu öllu. Fréttir um náða samninga hafa létt svo mikið á spennunni og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig áframhaldið verður. Því þetta held ég að sé ekki búið. Þetta er gálgafrestur að einhverju stóru. Fréttir og umfjöllun síðustu daga hefur smá litað verkalýðsforystuna sem ósamstíga hjörð af fólki og frammistaðan hefur verið sett upp í smá neikvæðan búning. En ég er svo ósammála. Þetta eru stórkostlegir snillingar hvort sem fólk fattar það eða ekki. Og ég er svo ánægð því öll spil virðast spilast og vera stillt upp á rétta staði. Verkalýðsforystan hefur verið að berjast fyrir breytingum, og ekki litlum breytingum, heldur verulegum. Síðasta hálfa árið hafa menn verið að tipla á tám, ekki vitandi í hvorn fótinn á að stíga. Það er eins og allir hafi komið smá óundirbúnir að borðinu, ekki vitað hvernig ætti að díla við allar þessar kröfur. Og í stað þess að takast á við málin þá hefur athyglin öll farið í það að lægja öldur. Svo er smjattað á þessum öldum í stað þess að sjá hvað öldurnar eru. Því öldurnar eru ekki vondar, þetta eru ósköp eðlilegir vaxtaverkir af miklum samfélagsbreytingum. Krafan um breytingar hræðir fólk. Við skulum bara horfast í augu við það. Egóið tekur völd og vill ekki sjá neinar breytingar á fyrir fram ákveðnum hugmyndum þess um hvernig hlutirnir eiga að vera. Í slíkum kringumstæðum þá berst fólk gegn breytingum, því þau skynja breytingarnar sem ógn við þeirra eigið öryggi. En skynjuð ógn þarf ekki að vera að hinu vonda og krafan um breytingar verður ekkert bæld niður. Fólk er ekkert sátt við það hvernig kökunni er skipt upp. Við erum sósíalískt samfélag sem hefur einhvern veginn þróast of langt í að verða kapítalískt. Og nú þurfum við að finna leiðir til að ná nýju jafnvægi. Verkalýðshreyfingin er þegar búin að setja fram kröfur sem náðu ekki fram að ganga með nýjustu samningum, en nú er tíminn til að endurmeta, melta það sem hefur átt sér stað og átta sig á því að stundum er til fleiri en ein leið að markinu. Vonandi taka menn sér tíma, njóta þess að hvíla sig og borða um hátíðirnar og koma svo skelleggir og einbeittir til starfa strax eftir jól. Því þessi vinna er eftir að taka tíma og launþegar og atvinnulífið eiga það skilið að vera ekki skyldir eftir í óvissu löngu eftir að kjarasamningar renna út. En það verður samt að segjast. Ef Sólveig vill standa ein og reyna að ná fram sínum kröfum núna, þá er það líka bara gott og blessað. Það ýtir bara títiprjón upp í rassinn á öllum að taka næstu skref með krafti. Því sú kona er dásamlegt dínamít. Til viðbótar við kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá langar mig sem leikmanni að setja fram óskalista um kjaraviðræður á næsta ári. Óskalisti: Kjarasamningsformið Fyrst af öllu þá held ég að við þurfum að henda núverandi kjarasamningsformi í ruslið. Núverandi form er gamalt og óþjált. Það er alltof oft þar sem ég sem launafulltrúi til margra ára hef þurft að hringja í stéttarfélögin til að leita aðstoðar um túlkun á kjarasamningum. Ég ætla að biðja um að menn hætti að búa til ósætti og tortryggni inn á vinnustöðum með slælegum vinnubrögðum. Öll vinna ætti að miða við það að bæði launafulltrúar og launþegar séu ekki í neinum vafa hvernig ákvæði skulu vera túlkuð og reiknuð. Það mætti líka setja smá metnað og þýða samninga yfir á rússnesku og pólsku, ásamt enskunni. Því í alvöru. Allt annað er frekar skammarlegt. Seðlabankastjóri, Tenerife og hækkun lánsbyrði Ég var smá hugsi yfir öllu þessu Tenerife tali Seðlabankastjóra nú um daginn. Ég gat ekki skilið þetta betur en svo að Seðlabankinn hefði gert mistök með því að vanmeta útþrá Íslendinga eftir langverandi kyrrsetu hér á landi vegna covid. En ég er svo sem bara leikmaður í svona hagfræði pælingum. Er ég að skilja atburðarásina rétt? Mikill fjöldi ferðamanna í sumar skilaði inn auknum gjaldeyri í þjóðarbúið. Við það skapaðist tækifæri fyrir lífeyrissjóði til að kaupa fullt af gjaldeyri til fjárfestinga erlendis. Seðlabankastjóri gefur vilyrði fyrir þessum kaupum en gerir þau mistök í sínum útreikningum að gera ekki ráð fyrir Tenerife ferðum landans. Til að lagfæra mistökin grípur Seðlabankinn svo til þess ráðs að hækka stýrivexti og afleiðingin verður sú að skuldastaða mín verður verri. Erum við að tala saman hérna? Ég verð fyrir skaða vegna mistaka Seðlabankans og endalausri græðgi lífeyrissjóðanna í að komast í erlendar fjárfestingar. Gildir ekki um slíkt almenn skaðabótaábyrgð og eignaupptaka skv. 72.grein stjórnarskrár, að ógleymdum lagaákvæðum um ábyrgð ríkisstarfsmanna ef þeir valda skaða í starfi. Og svo er það kannski aðalmálið. Verðum við í kjarasamningsviðræðum að fara að tala um lífeyrissjóði sem virðast sýna enga samfélagslega ábyrgð. Er hægt að horfa fram hjá þessu? Í haust tókst þeim að hækka verðmæti á eignasafni sínu vegna íbúðarlána, með því að leggja til atlögu að krónunni, MEÐ OKKAR PENINGUM. Er í lagi að lífeyrissjóðir séu að vinna gegn samfélagsþegnum með þessum hætti? Er kannski kominn tími til að við krefjumst þess að fá að vita hversu stóra sök lífeyrissjóðir eiga þegar horft er á vaxtahækkanir á lánum? Lífeyrissjóðir Ok, ég virðist vera komin í krossferð gegn lífeyrissjóðum. Það er kannski ekki eitthvað sem kemur á óvart fyrir þá sem hafa lesið fyrri greinar mínar. Ef þið hafið áhuga á þeim skrifum þá má sjá tengla hér að neðan. Það er hægt að ná ótrúlegum samfélagsbreytingum í gegnum lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir eru stærsta fjármálaaflið á Íslandi. Þeir geta sett kvaðir á lánveitingar og fjárfestingar. Þeir geta farið fram á að fyrirtæki setji sér hagnaðarþak og mörk á arðgreiðslur og setji sér strangar reglur um launamismun innan fyrirtækja. Það er svo hægt að setja kvaðir að fyrirtæki gangist undir siðferðislega endurskoðun sem passar upp á að öðrum kvöðum sé mætt. Og ef kvöðum er ekki mætt, þá er málið bara einfalt. Það verða engar fjárfestingar gerðar. Ef stjórnir lífeyrissjóða vilja ekki vinna með verkalýðshreyfingunni og setja fram kvaðir á fjárfestingar sínar, þá má stofna nýjan lífeyrissjóð sem er stjórnað alfarið af verkalýðshreyfingunni. Við þurfum ekkert að fara í Don Quixote dans við lífeyrissjóðina og láta þann dans taka af okkur alla orkuna. Við getum bara verið köld og stofnað nýjan sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir öll stéttarfélög. Við megum alveg fara að átta okkur á því á að það á ekki að vera einkaréttur stórra fyrirtækja og ríkra einstaklinga að leika sér með pening lífeyrissjóðanna. Við eigum þennan pening, en á meðan við gefum frá okkur völdin og leyfum þeim að vera stýrt eins og þeim hefur verið stýrt, þá erum við að fórna möguleikum sem gætu leitt til mikillar sáttar innan samfélagsins. Eitt að auki. Við megum ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir knýja eflaust fram hagnað og arð af fyrirtækjum sem þeir eru að fjárfesta í. Afleiðingin er sú að fyrirtækin, sem mörg starfa í fákeppni, eru óhrædd við að ofrukka okkur sem neytendur. Stjórnir lífeyrissjóða vilja auðvitað líta vel út en þeir gleyma því kannski í kappsemi sinni að ávöxtunarkrafa þeirra á að vera 3,5% og þarf ekki að vera hærri. Við þurfum ekkert á því að halda að borga meira sem neytendur nú til að fá væntan hagnað á ávöxtun lífeyrissjóða þegar við erum orðin gömul og grá. Það er líka eins og það vanti smá skilning á það að þegar ávöxtunin er svona há þá erum við að setja bagga á yngri kynslóðir að borga brúsann fyrir eldri kynslóðir. Það að við búum við kerfi sem refsar börnunum okkar svona er eitthvað sem ég get bara ekki skilið. Umfram allt. Núverandi skipulag á komandi kjaraviðræðum gerir ráð fyrir umræðum um lífeyrissjóði í september 2023. Það er kannski ekkert svo viturlegt að bíða með að huga að málefnum lífeyrissjóða þar til þá. Þetta getur orðið eitt stærsta vopn verkalýðshreyfingarinnar til að ná fram sínum kröfum sem lúta ekki beint að launakröfum. Með því að bíða að huga að málum lífeyrissjóða þá er ekki verið að gera neitt annað en að gefa eftir völd í hendur annarra samningsaðila. Veikindaréttur Það er svo kominn tími til að við hjólum að þora í þessa umræðu. Allt sem viðkemur veikindarétti er algjörlega á skjön við það sem þekkist erlendis og það eru til svo miklu betri leiðir til að styðja við launþega en eru nýttar nú. Ég skrifaði grein um þessi mál fyrr í haust, sem er sú grein sem mér þykir vænst um að hafa skrifað, sjá tengil hér að neðan. Greinin fjallar um hvernig betur má halda utan um viðkvæmar sálir, sem við eigum smá til með að gleyma að gera. AFJ og SVEIT Þessi tvö félög hafa smá beðið á hliðarlínunni tilbúin að stökkva inn í kjaraviðræðurnar. Af hverju ætti verkalýðsforystan ekki að nýta sér að stilla þeim upp á móti SA? SA er ekki eina daman á ballinu og það væri kannski ekki vitlaust að setja upp viðræður við súkkulaðihúðaða sykurpúðann og sjarmörinn hann Simma og hinn röggsama Aðalgeir hjá SVEIT. Ef hægt er að ná góðum samning við þá sem allir eru sáttir með, þá er hægt að ganga harðar að SA sem heldur utan um öll stóru fyrirtækin. Ef við horfum á útgreiddan arð síðustu ár þá eru það stóru fyrirtækin sem eiga einna mest til skiptanna og eru kannski líka fyrirtækin sem hafa einna helst greitt eftir lágmarkstaxta. Af hverju ættum við ekki að herja einna helst á þau í kjaraviðræðum á næsta ári? Eins og ég sagði áður, rétta fólkið virðist nú vera á réttum stöðum til að knýja fram samfélags-breytingar. Þetta er allt fólk sem brennur fyrir það sem þau eru að gera, hefur réttlætiskennd og hefur getu og vilja til að knýja fram breytingar. Stórar breytingar gerast ekki 1, 2 og 3. Þetta er eins og að vera með bíl fastan í skafli. Maður þarf bara að fara út að moka, festa sig aftur í skafli og fara út aftur að moka og gefast ekkert upp, þó maður þurfi að enda á því að moka alla blessaða götuna. Og svo má ekki gleyma snilldinni. Menn hafa nú eitt ár til að vinna að málunum með yfirveguðum hætti. Það getur vel verið að menn séu að upplifa smá vonbrigði að komandi launahækkanir muni ekki dekka hækkun á vísitölu, en verkalýðshreyfingin á þetta inni. Og þetta verður eflaust innheimt með þeim breytingum sem koma í ljós á næsta ári. Breytingar sem ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig verða. Orkuknús og englabænir á ykkur öll sem eruð að leggja fram ykkar krafta fyrir okkur hin. Takk fyrir mig elskurnar og njótið lífsins og alls jólastúss næstu daga. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Leigusali í kröppum dansi við músina Elísabet, vínið og veikindin Fundurinn hjá SAF og álagið Nöktu föt keisarans og skæri demanturinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ég hélt að ég myndi ekki skrifa meira um kjaramál, en hér er ég aftur, ég get bara ekki setið á mér. Ég er svo uppveðruð af þessu öllu. Fréttir um náða samninga hafa létt svo mikið á spennunni og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig áframhaldið verður. Því þetta held ég að sé ekki búið. Þetta er gálgafrestur að einhverju stóru. Fréttir og umfjöllun síðustu daga hefur smá litað verkalýðsforystuna sem ósamstíga hjörð af fólki og frammistaðan hefur verið sett upp í smá neikvæðan búning. En ég er svo ósammála. Þetta eru stórkostlegir snillingar hvort sem fólk fattar það eða ekki. Og ég er svo ánægð því öll spil virðast spilast og vera stillt upp á rétta staði. Verkalýðsforystan hefur verið að berjast fyrir breytingum, og ekki litlum breytingum, heldur verulegum. Síðasta hálfa árið hafa menn verið að tipla á tám, ekki vitandi í hvorn fótinn á að stíga. Það er eins og allir hafi komið smá óundirbúnir að borðinu, ekki vitað hvernig ætti að díla við allar þessar kröfur. Og í stað þess að takast á við málin þá hefur athyglin öll farið í það að lægja öldur. Svo er smjattað á þessum öldum í stað þess að sjá hvað öldurnar eru. Því öldurnar eru ekki vondar, þetta eru ósköp eðlilegir vaxtaverkir af miklum samfélagsbreytingum. Krafan um breytingar hræðir fólk. Við skulum bara horfast í augu við það. Egóið tekur völd og vill ekki sjá neinar breytingar á fyrir fram ákveðnum hugmyndum þess um hvernig hlutirnir eiga að vera. Í slíkum kringumstæðum þá berst fólk gegn breytingum, því þau skynja breytingarnar sem ógn við þeirra eigið öryggi. En skynjuð ógn þarf ekki að vera að hinu vonda og krafan um breytingar verður ekkert bæld niður. Fólk er ekkert sátt við það hvernig kökunni er skipt upp. Við erum sósíalískt samfélag sem hefur einhvern veginn þróast of langt í að verða kapítalískt. Og nú þurfum við að finna leiðir til að ná nýju jafnvægi. Verkalýðshreyfingin er þegar búin að setja fram kröfur sem náðu ekki fram að ganga með nýjustu samningum, en nú er tíminn til að endurmeta, melta það sem hefur átt sér stað og átta sig á því að stundum er til fleiri en ein leið að markinu. Vonandi taka menn sér tíma, njóta þess að hvíla sig og borða um hátíðirnar og koma svo skelleggir og einbeittir til starfa strax eftir jól. Því þessi vinna er eftir að taka tíma og launþegar og atvinnulífið eiga það skilið að vera ekki skyldir eftir í óvissu löngu eftir að kjarasamningar renna út. En það verður samt að segjast. Ef Sólveig vill standa ein og reyna að ná fram sínum kröfum núna, þá er það líka bara gott og blessað. Það ýtir bara títiprjón upp í rassinn á öllum að taka næstu skref með krafti. Því sú kona er dásamlegt dínamít. Til viðbótar við kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá langar mig sem leikmanni að setja fram óskalista um kjaraviðræður á næsta ári. Óskalisti: Kjarasamningsformið Fyrst af öllu þá held ég að við þurfum að henda núverandi kjarasamningsformi í ruslið. Núverandi form er gamalt og óþjált. Það er alltof oft þar sem ég sem launafulltrúi til margra ára hef þurft að hringja í stéttarfélögin til að leita aðstoðar um túlkun á kjarasamningum. Ég ætla að biðja um að menn hætti að búa til ósætti og tortryggni inn á vinnustöðum með slælegum vinnubrögðum. Öll vinna ætti að miða við það að bæði launafulltrúar og launþegar séu ekki í neinum vafa hvernig ákvæði skulu vera túlkuð og reiknuð. Það mætti líka setja smá metnað og þýða samninga yfir á rússnesku og pólsku, ásamt enskunni. Því í alvöru. Allt annað er frekar skammarlegt. Seðlabankastjóri, Tenerife og hækkun lánsbyrði Ég var smá hugsi yfir öllu þessu Tenerife tali Seðlabankastjóra nú um daginn. Ég gat ekki skilið þetta betur en svo að Seðlabankinn hefði gert mistök með því að vanmeta útþrá Íslendinga eftir langverandi kyrrsetu hér á landi vegna covid. En ég er svo sem bara leikmaður í svona hagfræði pælingum. Er ég að skilja atburðarásina rétt? Mikill fjöldi ferðamanna í sumar skilaði inn auknum gjaldeyri í þjóðarbúið. Við það skapaðist tækifæri fyrir lífeyrissjóði til að kaupa fullt af gjaldeyri til fjárfestinga erlendis. Seðlabankastjóri gefur vilyrði fyrir þessum kaupum en gerir þau mistök í sínum útreikningum að gera ekki ráð fyrir Tenerife ferðum landans. Til að lagfæra mistökin grípur Seðlabankinn svo til þess ráðs að hækka stýrivexti og afleiðingin verður sú að skuldastaða mín verður verri. Erum við að tala saman hérna? Ég verð fyrir skaða vegna mistaka Seðlabankans og endalausri græðgi lífeyrissjóðanna í að komast í erlendar fjárfestingar. Gildir ekki um slíkt almenn skaðabótaábyrgð og eignaupptaka skv. 72.grein stjórnarskrár, að ógleymdum lagaákvæðum um ábyrgð ríkisstarfsmanna ef þeir valda skaða í starfi. Og svo er það kannski aðalmálið. Verðum við í kjarasamningsviðræðum að fara að tala um lífeyrissjóði sem virðast sýna enga samfélagslega ábyrgð. Er hægt að horfa fram hjá þessu? Í haust tókst þeim að hækka verðmæti á eignasafni sínu vegna íbúðarlána, með því að leggja til atlögu að krónunni, MEÐ OKKAR PENINGUM. Er í lagi að lífeyrissjóðir séu að vinna gegn samfélagsþegnum með þessum hætti? Er kannski kominn tími til að við krefjumst þess að fá að vita hversu stóra sök lífeyrissjóðir eiga þegar horft er á vaxtahækkanir á lánum? Lífeyrissjóðir Ok, ég virðist vera komin í krossferð gegn lífeyrissjóðum. Það er kannski ekki eitthvað sem kemur á óvart fyrir þá sem hafa lesið fyrri greinar mínar. Ef þið hafið áhuga á þeim skrifum þá má sjá tengla hér að neðan. Það er hægt að ná ótrúlegum samfélagsbreytingum í gegnum lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir eru stærsta fjármálaaflið á Íslandi. Þeir geta sett kvaðir á lánveitingar og fjárfestingar. Þeir geta farið fram á að fyrirtæki setji sér hagnaðarþak og mörk á arðgreiðslur og setji sér strangar reglur um launamismun innan fyrirtækja. Það er svo hægt að setja kvaðir að fyrirtæki gangist undir siðferðislega endurskoðun sem passar upp á að öðrum kvöðum sé mætt. Og ef kvöðum er ekki mætt, þá er málið bara einfalt. Það verða engar fjárfestingar gerðar. Ef stjórnir lífeyrissjóða vilja ekki vinna með verkalýðshreyfingunni og setja fram kvaðir á fjárfestingar sínar, þá má stofna nýjan lífeyrissjóð sem er stjórnað alfarið af verkalýðshreyfingunni. Við þurfum ekkert að fara í Don Quixote dans við lífeyrissjóðina og láta þann dans taka af okkur alla orkuna. Við getum bara verið köld og stofnað nýjan sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir öll stéttarfélög. Við megum alveg fara að átta okkur á því á að það á ekki að vera einkaréttur stórra fyrirtækja og ríkra einstaklinga að leika sér með pening lífeyrissjóðanna. Við eigum þennan pening, en á meðan við gefum frá okkur völdin og leyfum þeim að vera stýrt eins og þeim hefur verið stýrt, þá erum við að fórna möguleikum sem gætu leitt til mikillar sáttar innan samfélagsins. Eitt að auki. Við megum ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir knýja eflaust fram hagnað og arð af fyrirtækjum sem þeir eru að fjárfesta í. Afleiðingin er sú að fyrirtækin, sem mörg starfa í fákeppni, eru óhrædd við að ofrukka okkur sem neytendur. Stjórnir lífeyrissjóða vilja auðvitað líta vel út en þeir gleyma því kannski í kappsemi sinni að ávöxtunarkrafa þeirra á að vera 3,5% og þarf ekki að vera hærri. Við þurfum ekkert á því að halda að borga meira sem neytendur nú til að fá væntan hagnað á ávöxtun lífeyrissjóða þegar við erum orðin gömul og grá. Það er líka eins og það vanti smá skilning á það að þegar ávöxtunin er svona há þá erum við að setja bagga á yngri kynslóðir að borga brúsann fyrir eldri kynslóðir. Það að við búum við kerfi sem refsar börnunum okkar svona er eitthvað sem ég get bara ekki skilið. Umfram allt. Núverandi skipulag á komandi kjaraviðræðum gerir ráð fyrir umræðum um lífeyrissjóði í september 2023. Það er kannski ekkert svo viturlegt að bíða með að huga að málefnum lífeyrissjóða þar til þá. Þetta getur orðið eitt stærsta vopn verkalýðshreyfingarinnar til að ná fram sínum kröfum sem lúta ekki beint að launakröfum. Með því að bíða að huga að málum lífeyrissjóða þá er ekki verið að gera neitt annað en að gefa eftir völd í hendur annarra samningsaðila. Veikindaréttur Það er svo kominn tími til að við hjólum að þora í þessa umræðu. Allt sem viðkemur veikindarétti er algjörlega á skjön við það sem þekkist erlendis og það eru til svo miklu betri leiðir til að styðja við launþega en eru nýttar nú. Ég skrifaði grein um þessi mál fyrr í haust, sem er sú grein sem mér þykir vænst um að hafa skrifað, sjá tengil hér að neðan. Greinin fjallar um hvernig betur má halda utan um viðkvæmar sálir, sem við eigum smá til með að gleyma að gera. AFJ og SVEIT Þessi tvö félög hafa smá beðið á hliðarlínunni tilbúin að stökkva inn í kjaraviðræðurnar. Af hverju ætti verkalýðsforystan ekki að nýta sér að stilla þeim upp á móti SA? SA er ekki eina daman á ballinu og það væri kannski ekki vitlaust að setja upp viðræður við súkkulaðihúðaða sykurpúðann og sjarmörinn hann Simma og hinn röggsama Aðalgeir hjá SVEIT. Ef hægt er að ná góðum samning við þá sem allir eru sáttir með, þá er hægt að ganga harðar að SA sem heldur utan um öll stóru fyrirtækin. Ef við horfum á útgreiddan arð síðustu ár þá eru það stóru fyrirtækin sem eiga einna mest til skiptanna og eru kannski líka fyrirtækin sem hafa einna helst greitt eftir lágmarkstaxta. Af hverju ættum við ekki að herja einna helst á þau í kjaraviðræðum á næsta ári? Eins og ég sagði áður, rétta fólkið virðist nú vera á réttum stöðum til að knýja fram samfélags-breytingar. Þetta er allt fólk sem brennur fyrir það sem þau eru að gera, hefur réttlætiskennd og hefur getu og vilja til að knýja fram breytingar. Stórar breytingar gerast ekki 1, 2 og 3. Þetta er eins og að vera með bíl fastan í skafli. Maður þarf bara að fara út að moka, festa sig aftur í skafli og fara út aftur að moka og gefast ekkert upp, þó maður þurfi að enda á því að moka alla blessaða götuna. Og svo má ekki gleyma snilldinni. Menn hafa nú eitt ár til að vinna að málunum með yfirveguðum hætti. Það getur vel verið að menn séu að upplifa smá vonbrigði að komandi launahækkanir muni ekki dekka hækkun á vísitölu, en verkalýðshreyfingin á þetta inni. Og þetta verður eflaust innheimt með þeim breytingum sem koma í ljós á næsta ári. Breytingar sem ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig verða. Orkuknús og englabænir á ykkur öll sem eruð að leggja fram ykkar krafta fyrir okkur hin. Takk fyrir mig elskurnar og njótið lífsins og alls jólastúss næstu daga. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Leigusali í kröppum dansi við músina Elísabet, vínið og veikindin Fundurinn hjá SAF og álagið Nöktu föt keisarans og skæri demanturinn
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun