Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi í raun verið ágæt en að fjölmargt björgunarsveitarfólk hafi nú verið ræst út til að sinna meðal annars lokunum, allt frá Suðurnesjum og austur að Skeiðarársandi.
Á Suðurnesjum hafi sveitir hins vegar verið kallaðar út snemma í morgun þar sem bílar hafi lent í vandræðum.
„Þetta er löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum. Það eru komin ýmis verkefni í Reykjanesbæ og víðar á Suðurnesjum,“ segir Jón Þór.
Hann segir björgunarsveitir vera í viðbragðsstöðu og að áfram verði fylgst grannt með veðrinu.