Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Veðrið, færðin og samgöngutruflanir verða aðal umræðuefni hádegisfrétta Bylgjunnar í dag. 

Miklar truflanir hafa orðið á flugi frá Keflavík í dag nú þegar þúsundir Íslendinga hyggja á utanlandsferðir fyrir jólin. Ljóst er að ferðaplön margra hafa farið úr skorðum, tímabundið í það minnsta. 

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um stóran hluta landsins og vegir víða lokaðir. 

Þá kom upp bilun í Hellisheiðarvirkjun í morgun sem veldur því að sundlaugar borgarinnar verða lokaðar í dag en vonast er eftir því að viðgerð klárist í dag. 

Einnig fjöllum við um COP15 ráðstefnuna þar sem tímamótasamkomulag náðist um helgina. Framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýnir þó íslensk stjórnvöld sem hann segir draga lappirnar þegar komi að verndun hafsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×