Lagið ber heitið „Við um jólin“ og birtist það á Youtube-rás landsliðslínumannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar í gær.
Liðsfélagarnir skipta með sér söngnum og textinn í laginu fjallar um allt það sem þeim sem flytur lagið langar að gera með sínum nánustu yfir jólahátíðina.
Það er því augljóst að þeir félagar í Vestmannaeyjum sitja ekki auðum höndum á meðan Olís-deildin í handbolta er í jóla- og HM fríi fram í febrúar á næsta ári, en hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.