Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. desember 2022 23:20 Justin og Victoria ætluðu sér að stoppa hér í eina nótt. Vísir/Egill Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria. Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria.
Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58