Skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 11:04 Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira