Landið sem um ræðir er samanlagt 116 hektarar og miðar allt skipulag að því að þar rísi byggð og þjónusta ítengslum við lagningu borgarlínu sem mun liggja í gegnum þetta nýja hverfi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna skrifuðu undir samning um framsal landsins til verkefnisins í gær.
Davíðsegir gott að geta nýtt andvirði landsins til að fjárfesta ísamgönguinnviðum ítengslum við uppbyggingu hverfisins. Þannig væri verið aðframfylgja samgöngusáttmála sem ríki og sveitarfélög gerðu árið2019.
„Það sem er kannski nýtt í þessu er aðríkið er aðleggja til stærra land en þvívar skylt að gera. Þannig aðþarna eru að koma bæði Keldur og Keldnaholt. Það er auðvitaðmjög rökrétt að þessi lönd verði þróuðsaman sem nýtt hverfi fyrir höfuðborgarsvæðið,“segir Davíð.

Um væri að ræða einstæðan samning þar sem verðmætt land í eigu ríkisins verði nýtt til að standa undir uppbyggingu á mikilvægum innviðum. Kaupverðið var 15 milljarðar samkvæmt mati frá árinu 2019.
„Okkar markmið er auðvitaðað hámarka verðmæti landsins. Ég er nokkuð viss um aðokkur mun takast að búa til meira verðmæti úr þessu en þarna er gert ráð fyrir. Allt verðmætiðrennur til samgönguverkefna sem við eigum aðfara í samkvæmt samgöngusáttmálanum á næstu 12 árum. Það er aðsegja stofnvegi Borgarlínu, hjóla og göngustíga og svo framvegis,“ segir framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Miðsvæðis íhverfinu er gert ráð fyrir alls kyns þjónustu sem og við borgarlínustöðvarnar og allt hverfið skipulagt út frávistvænum samgöngum. Strax íjanúar verði boðaðtil alþjóðlegrar þróunarsamkeppni um skipulag hverfisins sem ætti að ljúka næsta sumar.
„Þá verður hægt að fara að vinna deiliskipulags áætlanir í framhaldinu. Þaðeru alla vega eftir eitt til tvö ár af skipulagsvinnunni svo kannski eitthvað annað eins sem fer íframkvæmdir fyrir fyrstu byggingarnar,“segir Davíð Þorláksson og vísar þar til gerðgatna og allra lagna fyrir þetta nýja hverfi þar sem þúsundir manna muni búa í framtíðinni.