„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Árni Sæberg skrifar 20. desember 2022 15:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. „Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan: Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
„Staðan er að lagast, við stefnum á flug til Kaupmannahafnar og London núna seinnipartinn, tíu flug til Norður-Ameríku, fjögur flug til Tenerife og eitt til Kanarí. Það er svona planið okkar núna og vonandi gengur það eftir,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri í samtali við fréttastofu á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur ákveðið að halda sínu striki og fljúga fólki frá Keflavíkurflugvelli á tveimur Boeing 757 vélum þrátt fyrir að búið sé að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir. Þá segir Bogi Nils að tvö tonn af matvælum verði flutt til keflavíkur til þess að fylla á matarbirgðir í Leifsstöð. „Við erum að vinna að því hörðum höndum að koma ástandinu í betra horf,“ segir Bogi Nils. Veðrið hafði áhrif á rúmlega fimm þúsund farþega Í gær hafði veðrið áhrif á fimm þúsund farþega Icelandair og fjölmarga í dag. „Við erum náttúrulega að nálgast jólin þannig að þetta hefur verið mjög erfitt ástand fyrir okkar farþega,“ segir Bogi Nils. Þá segir hann að ástandið hafi ekki síður reynst starfsfólki erfitt. Það hafi unnið kraftaverk í stöðunni þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast upp á völl, hvort sem það væri frá höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. „Okkar fólk er búið að vera að vaða snjóskafla frá Keflavík og Ásbrú, og í gegnum snjóbyl bara til að komast á völlinn. Skoða möguleikann á að leigja aukaflugvél Bogi Nils segir að til skoðunar sé að leigja flugvél til þess að létta álagið sem safnast hefur upp síðustu daga. „Svona miklar truflanir á áætluninni okkar, í þetta langan tíma, hafa náttúrulega keðjuverkandi áhrif,“ segir hann og bætir við að áætlunin hafi verið þétt og vel bókuð. Samgöngutruflanir komu Icelandair að óvörum Bogi Nils segir að samgöngutruflanir hafi haft mikil áhrif á félagið og komið því á óvart. Vel hafi verið fylgst með veðurspám hvað varðar flugvöllinn og ekkert hafi bent til þess að flugraskanir yrðu vegna veðurs. „Þetta er eitthvað sem við, í samstarfi við þá sem stjórna þessum málum, verðum að skoða mjög alvarlega. Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur, þetta er náttúrulega gríðarlegt tjón fyrir okkur, tjón fyrir okkar farþega og veldur óbeinu tjóni fyrir Ísland sem ferðamannaland, því að umræðan verður neikvæð úti í heimi út af þessu,“ segir hann. Þó segir hann að erfitt sé að fullyrða um það sem betur hefði mátt fara. Viðtal við Boga Nils má sjá í spilaranum hér að neðan:
Icelandair Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira