Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2022 19:31 Hér sést hluti af vestari enda væntanlegs byggingarlands með Suðurlandsvegi og hluta Árbæjarhverfis. Vísir Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35