Flugsamgöngur að komast í samt horf Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. desember 2022 06:35 Ferðalangar sem setið hafa fastir á Íslandi munu vonandi komast til síns heima á næstu dögum. Vísir/Fanndís Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar. Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar.
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira