Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 12:18 Skuggavera á vappi við Elliðavatn skömmu eftir sólarupprás á stysta degi ársins. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022 Sólin Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022
Sólin Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira