Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 15:05 Pedro Castillo knúsar kellu sína, Liliu Paredes Navarro, á fundi með stuðningsmönnum hans fyrir forsetakosningar sem fóru fram í fyrra. AP/Guadalupe Pardo Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024. Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Fjölskylda Castillo leitaði á náðir mexíkóska sendiráðsins í Lima eftir að Castillo var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Castillo ætlaði að leysa upp þingið þegar það hugðist kæra hann fyrir embættisbrot. Áður en hann náði að gera það fjarlægði þingheimur hann úr embætti. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í gær að unnið væri að því að tryggja Castillo-fjölskyldunni öryggisleið út úr landinu. Ana Cecilia Gervasi, perúsk starfssystir hans, sagði að leyfi til þess hefði þegar verið veitt. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvörðun mexíkóskra stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli í gær hafi reitt perúska ráðamenn til reiði. Þau hafi nú lýst Pablo Monroy, mexíkóska sendiherrann óvelkominn. Hann fékk 72 klukkustundir til þess að hafa sig á brott. Perúska utanríkisráðuneytið vísar til ítrekaðra yfirlýsinga æðstu ráðamanna í Mexíkó um stjórnmálaástandið í Perú. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, hefur lýst stuðningi við Castillo og sagt að það hafi verið ólýðræðislegt að víkja honum úr embætti. Þetta telja perúsk stjórnvöld afskipti af innri málefnum landsins. Ráðuneytið segir að Lilia Paredes Navarro, eiginkona Castillo, sé einnig til sakamálarannsóknar án þess að fara nánar út í þá sálma, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög gilda nú í Perú vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Castillo var bolað úr forsetastóli. Mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að kosið verði tafarlaust og að Castillo verði sleppt úr haldi. Þingið samþykkti áætlun um að flýta kosningum um tvö ár. Aukinn meirihluti þess þarf að samþykkja tillöguna á næsta þingi til þess að hún öðlist gildi. Kosningar færu þá fram í apríl 2024.
Perú Mexíkó Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16