Brimborg veitir Píeta samtökunum sex milljón króna styrk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. desember 2022 15:51 Við berum virðingu fyrir hverju því framlagi sem okkur er gefið, hver sú sem upphæðin er, og vitum að ef ekki væri fyrir það, væri starf okkar lamað og fjöldi fólks án hjálpar í neyð“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Brimborg styrkti á dögunum Píeta samtökin með sex milljónum króna. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Í fréttatilkynningu kemur fram að forsendan fyrir öflugu starfi samtakanna sé fyrst og fremst stuðningur almennings og fyrirtækja enda er opinbert fjármagn undir tuttugu prósent. „Við starfsfólkið gleymum aldrei, að hver einasta króna telur. Og margar af þeim krónum sem falla til samtakanna eru reiddar fram af fólki sem á sjálft í baráttu með að halda sjó fjárhagslega. Á gefandalista hjá okkur eru til dæmis öryrkjar sem hafa frá stofnun borgað ákveðna upphæð á mánuði til samtakanna, þó svo fjárhagurinn sé rýr. Við berum virðingu fyrir hverju því framlagi sem okkur er gefið, hver sú sem upphæðin er, og vitum að ef ekki væri fyrir það, væri starf okkar lamað og fjöldi fólks án hjálpar í neyð“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Þá leggur Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar áherslu á stuðning fyrirtækja. „Við viljum gera eitthvað í þessu þar sem öryggi er okkur hugleikið og viljum við því skora á önnur fyrirtæki að styðja við Píeta samtökin núna á aðventunni. Mörg okkar eiga hvað erfiðast á þessum hátíðlegustu stundum samfélagsins og við vonum því að stuðningur okkar verði öðrum hvatning, sérstaklega þeim fyrirtækjum sem hafa átt gott ár, til að leggja sitt af mörkum til að takast á við það mein sem sjálfsvíg eru í okkar samfélagi.“ Allir geta lent í erfiðleikum Til Píeta samtakanna kemur fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum. Allir geta lent á erfiðum stað í lífinu og þá getur það orðið fólki til lífs að það sé til staðar aðgengilegur stuðningur á borð við þann sem Píeta samtökin veita. „Allt starf Píeta samtakanna er forvarnarstarf og almenn vitundarvakning virkur liður í starfi okkar. Við viljum vinna að því að fólk sé óhrætt við að spyrja vini eða fjölskyldu í mikilli vanlíðan, hvort þau séu með sjálfsvígshugsanir. „Sjálfsvígshugsanir“ er ekki dónalegt orð, við eigum að þora að spyrja þá í kringum okkur sem gætu verið komnir á þann stað“ segir Kristín. „Styrkur Brimborgar upp á sex milljónir til viðbótar við styrki einstaklinga og annarra fyrirtækja hjálpar okkur að sinna fólki biðlistalaust. Glími fólk við sjálfsvígshugsanir eru biðlistar galnir. Það skiptir litlu hvort ástæðan er ástarsorg, sjúkdómar, sjálfsskaði eða einhverskonar missir. Við þurfum alltaf að sinna fólki í þessum hópi án tafar.“ Vilji til að sinna ungu fólki hjá Píeta Píeta sinnir eins og er aðeins þeim sem hafa náð átján ára aldri en samtökin vilja sinna yngri hópum. Það krefst hins vegar mikils, bæði hvað varðar fjármögnun og skipulag, af hálfu Píeta. Eins og staðan er í dag, bera innviðir Píeta samtakanna ekki þjónustu fyrir þennan hóp til viðbótar. Þörfin er hins vegar mikil enda langir biðlistar barna og ungmenna fyrir þjónustu sem er ótækt. Aukin lyfjagjöf á Íslandi síðustu 10 ár til barna og ungmenna á geð- og svefnlyfjum endurspeglar sömuleiðis þennan vanda. Nauðsynlegt er einnig að gera ungu fólki kleift að þjálfa með sér seiglu og er það sömuleiðis markmið samtakanna, en verið er að vinna kennsluefni fyrir efri bekki grunnskóla í seigluþjálfun. Hjá Píeta á Írlandi, sem eru fyrirmynd Píeta samtakanna, eru 40 prósent skjólstæðinga undir átján ára aldri og því má leiða líkum að því að hægt sé að hjálpa mörgum í erfiðleikum í þessum aldurshópi á Íslandi. „Rótin að vanlíðan fólks sem er komið á þennan stað, landamæri lífs og dauða, er auðvitað margvísleg en samnefnari lausnarinnar er sá að okkur sem samfélagi ber að vernda börnin okkar, hugsa um þau af alúð frá fæðingu, tryggja öryggi þeirra og umhyggju, styðja foreldra í uppeldishlutverkinu og forða börnum og uppalendum frá því að búa við fátækt, endalausa búsetuflutninga og ómeðhöndlaða sjúkdóma. Ef við uppfyllum þessa samfélagslegu skyldu okkar, munum við án efa getað komið í veg fyrir mörg þau tilfelli sem hafna í vangaveltum um að taka eigið líf, eða að ganga svo langt að taka eigið líf. Og gleymum ekki, að með hverjum missi á þennan hátt, verða fjölmargir aðstandendur fyrir áhrifum, verða alvarlega veikir og taka jafnvel sjálfir sitt eigið líf. Áhrifin geta snert tugi í kringum eitt sjálfsvíg og samfélagið blæðir á endanum fyrir þessa miklu sorg“ segir Kristín að lokum. 800 nýjir skjólstæðingar á hverju ári Píeta samtökin voru stofnuð 2016, af fólki sem hafði misst nákomna í sjálfsvígi. Vafi lék á því um tíma hvort hægt væri að sinna þessum ákveðna hópi fólks með sérstökum samtökum. Fólk með sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða, aðstandendur og syrgjendur höfðu fram að þessu staðið í skugganum. Raunin varð hins vegar sú að samtökin fylltu upp í skarð í heilbrigðisþjónustunni. 2018 bauð Píeta svo upp á meðferðarþjónustu, með leyfi frá Landlækni, og þá varð veldisvöxtur í eftirspurn. Samtökin sinna í dag 800 nýjum skjólstæðingum árlega og um þrjú þúsund manns hringja í Píeta símann sem er opinn allan sólarhringinn. Góðverk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu kemur fram að forsendan fyrir öflugu starfi samtakanna sé fyrst og fremst stuðningur almennings og fyrirtækja enda er opinbert fjármagn undir tuttugu prósent. „Við starfsfólkið gleymum aldrei, að hver einasta króna telur. Og margar af þeim krónum sem falla til samtakanna eru reiddar fram af fólki sem á sjálft í baráttu með að halda sjó fjárhagslega. Á gefandalista hjá okkur eru til dæmis öryrkjar sem hafa frá stofnun borgað ákveðna upphæð á mánuði til samtakanna, þó svo fjárhagurinn sé rýr. Við berum virðingu fyrir hverju því framlagi sem okkur er gefið, hver sú sem upphæðin er, og vitum að ef ekki væri fyrir það, væri starf okkar lamað og fjöldi fólks án hjálpar í neyð“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. Þá leggur Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar áherslu á stuðning fyrirtækja. „Við viljum gera eitthvað í þessu þar sem öryggi er okkur hugleikið og viljum við því skora á önnur fyrirtæki að styðja við Píeta samtökin núna á aðventunni. Mörg okkar eiga hvað erfiðast á þessum hátíðlegustu stundum samfélagsins og við vonum því að stuðningur okkar verði öðrum hvatning, sérstaklega þeim fyrirtækjum sem hafa átt gott ár, til að leggja sitt af mörkum til að takast á við það mein sem sjálfsvíg eru í okkar samfélagi.“ Allir geta lent í erfiðleikum Til Píeta samtakanna kemur fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum. Allir geta lent á erfiðum stað í lífinu og þá getur það orðið fólki til lífs að það sé til staðar aðgengilegur stuðningur á borð við þann sem Píeta samtökin veita. „Allt starf Píeta samtakanna er forvarnarstarf og almenn vitundarvakning virkur liður í starfi okkar. Við viljum vinna að því að fólk sé óhrætt við að spyrja vini eða fjölskyldu í mikilli vanlíðan, hvort þau séu með sjálfsvígshugsanir. „Sjálfsvígshugsanir“ er ekki dónalegt orð, við eigum að þora að spyrja þá í kringum okkur sem gætu verið komnir á þann stað“ segir Kristín. „Styrkur Brimborgar upp á sex milljónir til viðbótar við styrki einstaklinga og annarra fyrirtækja hjálpar okkur að sinna fólki biðlistalaust. Glími fólk við sjálfsvígshugsanir eru biðlistar galnir. Það skiptir litlu hvort ástæðan er ástarsorg, sjúkdómar, sjálfsskaði eða einhverskonar missir. Við þurfum alltaf að sinna fólki í þessum hópi án tafar.“ Vilji til að sinna ungu fólki hjá Píeta Píeta sinnir eins og er aðeins þeim sem hafa náð átján ára aldri en samtökin vilja sinna yngri hópum. Það krefst hins vegar mikils, bæði hvað varðar fjármögnun og skipulag, af hálfu Píeta. Eins og staðan er í dag, bera innviðir Píeta samtakanna ekki þjónustu fyrir þennan hóp til viðbótar. Þörfin er hins vegar mikil enda langir biðlistar barna og ungmenna fyrir þjónustu sem er ótækt. Aukin lyfjagjöf á Íslandi síðustu 10 ár til barna og ungmenna á geð- og svefnlyfjum endurspeglar sömuleiðis þennan vanda. Nauðsynlegt er einnig að gera ungu fólki kleift að þjálfa með sér seiglu og er það sömuleiðis markmið samtakanna, en verið er að vinna kennsluefni fyrir efri bekki grunnskóla í seigluþjálfun. Hjá Píeta á Írlandi, sem eru fyrirmynd Píeta samtakanna, eru 40 prósent skjólstæðinga undir átján ára aldri og því má leiða líkum að því að hægt sé að hjálpa mörgum í erfiðleikum í þessum aldurshópi á Íslandi. „Rótin að vanlíðan fólks sem er komið á þennan stað, landamæri lífs og dauða, er auðvitað margvísleg en samnefnari lausnarinnar er sá að okkur sem samfélagi ber að vernda börnin okkar, hugsa um þau af alúð frá fæðingu, tryggja öryggi þeirra og umhyggju, styðja foreldra í uppeldishlutverkinu og forða börnum og uppalendum frá því að búa við fátækt, endalausa búsetuflutninga og ómeðhöndlaða sjúkdóma. Ef við uppfyllum þessa samfélagslegu skyldu okkar, munum við án efa getað komið í veg fyrir mörg þau tilfelli sem hafna í vangaveltum um að taka eigið líf, eða að ganga svo langt að taka eigið líf. Og gleymum ekki, að með hverjum missi á þennan hátt, verða fjölmargir aðstandendur fyrir áhrifum, verða alvarlega veikir og taka jafnvel sjálfir sitt eigið líf. Áhrifin geta snert tugi í kringum eitt sjálfsvíg og samfélagið blæðir á endanum fyrir þessa miklu sorg“ segir Kristín að lokum. 800 nýjir skjólstæðingar á hverju ári Píeta samtökin voru stofnuð 2016, af fólki sem hafði misst nákomna í sjálfsvígi. Vafi lék á því um tíma hvort hægt væri að sinna þessum ákveðna hópi fólks með sérstökum samtökum. Fólk með sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða, aðstandendur og syrgjendur höfðu fram að þessu staðið í skugganum. Raunin varð hins vegar sú að samtökin fylltu upp í skarð í heilbrigðisþjónustunni. 2018 bauð Píeta svo upp á meðferðarþjónustu, með leyfi frá Landlækni, og þá varð veldisvöxtur í eftirspurn. Samtökin sinna í dag 800 nýjum skjólstæðingum árlega og um þrjú þúsund manns hringja í Píeta símann sem er opinn allan sólarhringinn.
Góðverk Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira