Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 15:55 Frá Hornströndum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu. Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu.
Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59