Ætlaði að skila tæpu tonni kókaíns til glæpagengis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 14:00 Orlando Rollo ásamt Robinho þegar sá síðarnefndi samdi við Santos árið 2020. Hann yfirgaf félagið skömmu síðar vegna viðbragða stuðningsmanna og styrktaraðila við kaupunum. Twitter Orlando Rollo, fyrrum forseti brasilíska stórliðsins Santos, sem jafnframt vann fyrir lögregluna, er sakaður um að hafa tekið við greiðslu frá stærstu glæpasamtökum Brasilíu með það fyrir augum að skila þeim gríðarlegu magni kókaíns úr vörslu lögreglu. Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins. Brasilía Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Rollo var handtekinn í síðasta mánuði og hafa brasilískir fjölmiðlar komist yfir sönnunargögn gegn honum, þar á meðal símaskilaboð, myndbands- og hljóðupptökur sem sýna samskipti hans við fulltrúa PCC-glæpasamtakanna - sem eru á meðal þeirra stærstu í Brasilíu. Þau samskipti sýni að hann hafi tekið við greiðslu fyrir tilætlun sína um að skila 800 kílóum af kókaíni til glæpasamtakanna úr vörslu lögreglu. Samskipti og fundir Rollo voru með lögmanninum João Armôa Neto, sem er lögmaður Vinycius Soares da Costa. Vinycius er hægri hönd André do Rap í PCC. André do Rap er á meðal þeirra hæst settu í PCC, sem eru talin vera á meðal stærstu eiturlyfjasmyglara heims. Do Rap hefur síðustu tvö ár forðast handtöku brasilísku lögreglunnar og Interpol. Kaupin á Robinho vanhugsuð Forsetatíð Rollo hjá Santos varði skammt, aðeins nokkra mánuði árið 2020, en var þrátt fyrir það ekki áfallalaus. Hann samdi við brasilísku stjörnuna Robinho, sem hóf feril sinn hjá Santos áður en hann lék með Real Madrid, Manchester City og AC Milan á meðal annarra liða. Stuðningsfólk liðsins brást ókvæða við og fjölmargir styrktaraðilar Santos drógu stuðning sinn til baka vegna kaupanna á Robinho. Hann hafði verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Hætt var við samninginn og hætti hann í kjölfarið fótboltaiðkun. Líkt og eiturlyfjabaróninn André do Rap, er Robinho á flótta frá lögregluyfirvöldum en dómsmálaráðuneyti Ítalíu gaf út alþjóðlega handtökuskipun gagnvart Robinho í febrúar á þessu ári eftir að hann tapaði áfrýjun fyrir hæstarétti landsins.
Brasilía Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira