Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2022 15:08 Keflavíkurflugvöllur var pakkaður eftir að Reykjanesbraut opnaði loksins á þriðjudag. Vísir/Fanndís Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. Reykjanesbraut var lokuð í rúman sólarhring vegna veðurs í vikunni og var fjölda ferða aflýst vegna þessa, þó aðstæður á flugvellinum sjálfum hafi verið í lagi. Breiðþotur voru meðal annars leigðar til að koma fólki fyrr á leiðarenda en alls höfðu raskanirnar áhrif á um 24 þúsund farþega. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir marga hafa haft samband vegna málsins. „Fólk hefur talsvert hringt í okkur eða haft samband til að kanna mögulegan rétt sinn gagnvart þessum aðstæðum sem sköpuðust. Þannig við höfum haft í nógu að snúast að svara því eins og hægt er,“ segir Þórhildur. Eiga alltaf rétt á ákveðinni aðstoð Sömu sögu er að segja af Neytendasamtökunum en Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir farþega alltaf eiga rétt á ákveðnum bótum. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm „Burtséð frá ástæðunni fyrir seinkun eða aflýsingu, hvort sem það er veður eða náttúruhamfarir, þá eiga flugfarþegar rétt á aðstoð frá flugrekanda. Það er máltíð eða einhvers konar hressing í samræmi við lengd tafarinnar og svo hótelgisting ef að svo ber undir,“ segir Breki. Flugrekenda sé skilt að bjóða upp á slíkt en geri hann það ekki á farþegi rétt á endurgreiðslu á máltíðum og gistingu. Þá eigi farþegar mögulega rétt á skaðabætum ef að um er að ræða aðstæður sem að flugrekandi átti að sjá fyrir. Hann hvetur fólk til að leita réttar síns. „Það er mjög mikilvægt að fólk sæki sér þennan rétt því það hefur verið barist fyrir honum, ef við sækjum ekki rétt okkar þá fellur hann niður. Þannig það er um að gera að sækja rétt sinn og fá þessa endurgreiðslu sem fólk á rétt á, og bætur í sumum tilvikum,“ segir Breki. Best ef flugrekandi og farþegi ná saman Þórhildur tekur undir það að fólk eigi alltaf rétt á ákveðnum bótum en það fari eftir aðstæðum hverju fólk á rétt á. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.Vísir Ef að aðstæður eru óviðráðanlegar, líkt og með veður, þá geti það haft áhrif á skaðabætur. Þá spili inn í lengd ferðalagsins, hvort um sé að ræða aflýsingu eða seinkun, hvort fólk sé komið á flugvöllinn, og svo framvegis. Samgöngustofa tekur þó aðeins málið fyrir ef að farþegi og flugrekandi ná ekki saman, sem er alltaf fyrsta val. „Það er í raun ekki fyrr en í harðbakkann slær sem að Samgöngustofa kemur að málum. Ef að kvörtun berst frá fareþega, þá er það í kjölfar þess að þau ná ekki niðurstöðu með flugrekenda. Þannig best er alltaf að það sé fullreynt fyrst áður en hið formlega kvörtunarferli fer af stað en vissulega geta verið einhver úrlausnarefni sem að verða bara skoðuð,“ segir Þórhildur. Ítarlegar upplýsingar um réttindi farþega má finna bæði á vef Neytendasamtakanna og á vef Samgöngustofu. Megi ekki gerast aftur Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um málið og mun sá hópur skila niðurstöðum innan mánaðar. Umhverfis og samgöngunefnd fundaði þá um málið í dag og kallaði innviðaráðherra á fundinn. Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, segir ljóst að þörf sé á að byggja upp samgönguinnviði að Keflavíkurflugvelli líkt og gert hefur verið á flugvellinum sjálfum. „Það voru allir algjörlega sammála um það að það þyrfti að bregðast við og það væri mikið öryggismál að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Þetta er þjóðaröryggismál og líka bara öryggismál fyrir þá sem eru hér á ferðinni,“ segir Vilhjálmur. Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12 Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. 21. desember 2022 16:41 Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. 20. desember 2022 21:45 Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24 Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Reykjanesbraut var lokuð í rúman sólarhring vegna veðurs í vikunni og var fjölda ferða aflýst vegna þessa, þó aðstæður á flugvellinum sjálfum hafi verið í lagi. Breiðþotur voru meðal annars leigðar til að koma fólki fyrr á leiðarenda en alls höfðu raskanirnar áhrif á um 24 þúsund farþega. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir marga hafa haft samband vegna málsins. „Fólk hefur talsvert hringt í okkur eða haft samband til að kanna mögulegan rétt sinn gagnvart þessum aðstæðum sem sköpuðust. Þannig við höfum haft í nógu að snúast að svara því eins og hægt er,“ segir Þórhildur. Eiga alltaf rétt á ákveðinni aðstoð Sömu sögu er að segja af Neytendasamtökunum en Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir farþega alltaf eiga rétt á ákveðnum bótum. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm „Burtséð frá ástæðunni fyrir seinkun eða aflýsingu, hvort sem það er veður eða náttúruhamfarir, þá eiga flugfarþegar rétt á aðstoð frá flugrekanda. Það er máltíð eða einhvers konar hressing í samræmi við lengd tafarinnar og svo hótelgisting ef að svo ber undir,“ segir Breki. Flugrekenda sé skilt að bjóða upp á slíkt en geri hann það ekki á farþegi rétt á endurgreiðslu á máltíðum og gistingu. Þá eigi farþegar mögulega rétt á skaðabætum ef að um er að ræða aðstæður sem að flugrekandi átti að sjá fyrir. Hann hvetur fólk til að leita réttar síns. „Það er mjög mikilvægt að fólk sæki sér þennan rétt því það hefur verið barist fyrir honum, ef við sækjum ekki rétt okkar þá fellur hann niður. Þannig það er um að gera að sækja rétt sinn og fá þessa endurgreiðslu sem fólk á rétt á, og bætur í sumum tilvikum,“ segir Breki. Best ef flugrekandi og farþegi ná saman Þórhildur tekur undir það að fólk eigi alltaf rétt á ákveðnum bótum en það fari eftir aðstæðum hverju fólk á rétt á. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.Vísir Ef að aðstæður eru óviðráðanlegar, líkt og með veður, þá geti það haft áhrif á skaðabætur. Þá spili inn í lengd ferðalagsins, hvort um sé að ræða aflýsingu eða seinkun, hvort fólk sé komið á flugvöllinn, og svo framvegis. Samgöngustofa tekur þó aðeins málið fyrir ef að farþegi og flugrekandi ná ekki saman, sem er alltaf fyrsta val. „Það er í raun ekki fyrr en í harðbakkann slær sem að Samgöngustofa kemur að málum. Ef að kvörtun berst frá fareþega, þá er það í kjölfar þess að þau ná ekki niðurstöðu með flugrekenda. Þannig best er alltaf að það sé fullreynt fyrst áður en hið formlega kvörtunarferli fer af stað en vissulega geta verið einhver úrlausnarefni sem að verða bara skoðuð,“ segir Þórhildur. Ítarlegar upplýsingar um réttindi farþega má finna bæði á vef Neytendasamtakanna og á vef Samgöngustofu. Megi ekki gerast aftur Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um málið og mun sá hópur skila niðurstöðum innan mánaðar. Umhverfis og samgöngunefnd fundaði þá um málið í dag og kallaði innviðaráðherra á fundinn. Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, segir ljóst að þörf sé á að byggja upp samgönguinnviði að Keflavíkurflugvelli líkt og gert hefur verið á flugvellinum sjálfum. „Það voru allir algjörlega sammála um það að það þyrfti að bregðast við og það væri mikið öryggismál að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Þetta er þjóðaröryggismál og líka bara öryggismál fyrir þá sem eru hér á ferðinni,“ segir Vilhjálmur.
Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12 Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. 21. desember 2022 16:41 Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. 20. desember 2022 21:45 Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24 Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. 21. desember 2022 21:12
Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. 21. desember 2022 16:41
Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. 20. desember 2022 21:45
Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24
Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31