Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 16:05 Fjölmargir íbúar Hafnarfjarðar hafa kvartað yfir lyktinni, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Vísir/Vilhelm Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu. Hafnarfjörður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu.
Hafnarfjörður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira