Eins og að hoppa út í djúpu laugina Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2022 10:04 Vigdís Finnbogadóttir situr nú á friðarstóli tuttugu og sex árum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands. Hún er bjartsýn fyrir hönd ungu kynslóðarinnar og þakklát fyrir viðburðaríkt líf. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld. Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld.
Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira