Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 13:33 Ísbjörn við Hudsonflóa í Kanada. Þeim hefur fækkað mjög þar á undanförnum árum. AP/Sean Kilpatrick Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna. Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa. Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa.
Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira