„Við erum bara að tala um eina Erlu Bolladóttur og hún kom okkur í fangelsi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2022 16:15 Magnús Leópoldsson sat alls í 105 daga í gæsluvarðhaldi. Vísir Magnús Leópoldsson, sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaður um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana, segist í áfalli yfir þeim tíðindum að forsætisráðherra hafi ákveðið að greiða Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur. Erla sat í gæsluvarðhaldi í 232 daga við rannsókn sama máls. Erla hlaut árið 1980 dóm fyrir rangar sakargiftir en hún bendlaði Magnús, Einar bróður sinn, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen við málið sem varð til þessa langa varðhalds sem þeir þurftu að sæta. Mennirnir sýna því engan skilning að Erla fái bætur. „Við erum auðvitað eins og þú heyrir á mér alveg í sjokki. Við vissum ekki að við byggjum í svona landi þar sem forsætisráðherra getur leyft sér að gera svona. Þetta er svakalegt,“ segir Magnús. Óvænt símtal frá lögmanni Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti. Þá byggir greiðslan ekki á viðurkenningu á bótaskyldu af hálfu ríkisins heldur sanngirnissjónarmiðum. Um sé að ræða hluta af endanlegu uppgjöri ríkisins á bótum vegna þeirra sem sökum voru bornir vegna mannshvarfa í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Magnús hefur verið ófeiminn við að tjá þá afstöðu sína að Erla Bolladóttir hafi logið upp á fjórmenningana án nokkurs þrýstings frá lögreglu. Aðspurður segist hann hafa fengið hringingu augnablikum áður en tilkynnt var um bótagreiðslur til Erlu í gær. „Það hringdi í mig lögmaður fyrir hönd Katrínar Jakobsdóttur og sagði mér að hún hefði viljað láta okkur vita að hún væri að fara að greiða þessari konu peninga. Af hverju mig? Jú, hún hefði grun um að við yrðum ekki ánægðir.“ Hittust í fyrsta sinn í 43 ár Þeir Einar og Valdimar hafa verið í sambandi frá því árið 2019. Þá fengu þeir veður af því að Erla legði til að samið yrði við hana um bætur vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir. Varð það til þess að þeir hittust í fyrsta skipti í 43 ár og báru saman bækur sínar. Valtýr Sigurðsson lögmaður sendi forsætisráðherra bréf fyrir hönd þeirra. Þar var atburðarásin á árunum 1975 til 1976 rifjuð upp og rök færð fyrir því að Erla ætti ekki skilið neinar bætur. Magnús segir þá hafa haldið sambandi síðan. „Þetta kemur okkur alveg í opna skjöldu, þessi lítilsvirðing sem okkur er sýnd. Við erum að ráða ráðum okkar,“ segir Magnús. Þeir muni bregðast við en þó muni fyrst jólin líða. „Við gerum ekkert í dag og svo er aðfangadagur á morgun. Maður reynir að harka þetta af sér eins og maður hefur alltaf gert. Við höfum þurft að upplifa ýmislegt en ekki að það yrði farið að borga fólki fyrir að bera okkur röngum sökum.“ Taka röngu sakargiftirnar út fyrir sviga Í nýlegu minnisblaði Skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu til forsætisráðherra þann 16. desember rökstyður skrifstofa stjórnskipunar og stjórnsýslu bótagreiðslur á þann veg að Erla hafi setið í gæsluvarðhaldi í 232 daga og aðstæður hafi verið erfiðar. Afsökunarbeiðni forsætisráðherra og boð um bætur myndu takmarkast við varðhaldið vegna gruns um að hún ætti þátt í hvarfi Geirfinns. Ekki bætur vegna sakfellingar hennar fyrir rangar sakargiftir. Magnús hefur engan skilning á að líta megi á þetta sem tvo aðskilda þætti. Yfirlýsing forsætisráðherra Hvörf þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar hafa varpað skugga á íslenskt þjóðlíf um áratuga skeið og sett mark sitt á ævi fjölmargra einstaklinga. Óvissuástandi sem sneri að sakborningum í þessum málum var að mestu eytt með sýknudómi Hæstaréttar yfir þeim sem taldir voru bera ábyrgð á mannshvörfunum, dómum Landsréttar um sanngjarnar bætur þeim til handa svo og lögum nr. 128/2019, sem tryggðu bætur til aðstandenda hinna sýknuðu sem voru látnir. Þá hafa þeir sem sýknaðir voru og aðstandendur verið beðnir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirra málum og að þeir hafi verið ranglega sakfelldir og sætt langri fangelsisvist. En mál þetta lýtur að fleiri sakborningum í málunum, sem sættu rannsókn og gæsluvarðhaldi, sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Erla Bolladóttir, ung kona með kornabarn, sætti þannig gæsluvarðhaldi vegna meintrar hlutdeildar í hvarfi Geirfinns Einarssonar frá byrjun maímánaðar 1976 og fram að jólum sama ár. Aðstæður sem gæsluföngum voru búnar á þeim tíma voru sérlega erfiðar, eins og dómar hafa staðfest. Erla var sýknuð af ákæru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar með dómi Hæstaréttar 1980 og féll því ekki undir sýknudóm Hæstaréttar á árinu 2018, og því ekki undir þær ráðstafanir sem ríkið ákvað að grípa til í kjölfar hans. Er staða Erlu því sérstök meðal sakborninganna í málinu. Lengd frelsissviptingar hennar meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð og aðstæður sem henni og barni hennar voru búnar á þeim tíma eru fordæmalausar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrrum sakborninga varðar, þykir eðlilegt og sanngjarnt að biðja Erlu sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Þá þykir og sanngjarnt, þó svo að langt sé um liðið, að Erla fái samhliða greiddar bætur vegna frelsissviptingar sinnar í gæsluvarðhaldi til samræmis við bætur sem Landsréttur ákvarðaði sakborningum sem sýknaðir voru af sökum varðandi mannshvörfin. „Þessi sundurliðun er út í hött. Við erum bara að tala um eina Erlu Bolladóttur og hún kom okkur í fangelsi,“ segir Magnús. „Það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að sitja eitthvað inni ef það er að bulla svona í þjóðfélaginu.“ Þá gefur hann lítið fyrir að Erla hafi sætt harðræði í hennar gæsluvarðhaldi. Erla hefur sakað fyrrverandi yfirmann ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu yfirmann um nauðgun í Síðumúlafangelsi. Sá segist ekkert kannast við ásakanir Erlu. „Það var ekkert harðræði í hennar gæsluvarðhaldi. Við vorum í miklu meira harðræði en hún, þessir fjórmenningar.“ Magnús ræddi málið ítarlega í viðtali við Bítið í september. „Þetta er svo mikið bull“ Þá gefur Magnús sömuleiðis lítið fyrir að Erla hafi verið kornung kona og með lítið barn. „Það áttu allir börn, ég var að vísu ekki með barn á brjósti, en ég átti lítil börn. Einar átti lítil börn,“ segir Magnús. „Þetta er svo mikið bull. Rangar sakargiftir og Geirfinnsmálið. Þetta er eitt og sama málið. Þau ákváðu að bera okkur röngum sökum ef böndin bærust að okkur.“ Hann vill að forsætisráðherra útskýri betur í sínu máli hvernig hún komist að sinni niðurstöðu. „Það hefur engin lögfræðingur ráðlagt henni að gera þetta svona. Ég veit ekki hvaða tök Erla hefur á henni.“ Fyrri bótagreiðslur séu fáránlegar Í fyrrnefndu minnisblaði kemur fram að við ákvörðun bóta til Erlu sé tekið mið af dómi Landsréttar í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn ríkinu árið 2020. Honum voru dæmdar 260 milljónir króna en hann var einn þeirra sem var sakfelldur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum árið 1980. Sömu aðilar voru sýknaðir með dómi Hæstaréttar árið 2018 eftir endurupptöku málsins. „Það er auðvitað hneyksli líka, þær útgreiðslur,“ segir Magnús. Búið sé að eyða mörg hundruð milljónum í málið, bæði lögfræðikostnað og rannsóknir sem séu mjög misjafnar að gæðum. Hann hvetur fólk til að lesa stóra dóminn í málinu frá 1980. Hann sé 600 blaðsíður og á margan hátt réttur. Fjórmenningarnir fengu sjálfir bætur dæmdar á níunda áratugnum fyrir það varðhald sem þeir máttu að ósekju sæta. „Við fengum smá bætur eftir málaferli við ríkið í átta ár. Þeir viðurkenndu strax bótaskyldu en komu sér ekki í að ákveða upphæðina. Við fengum smánarbætur miðað við það sem verið er að borga í dag. Þetta þekktist ekki þá. Ég keypti litla þriggja herbergja íbúð upp í Árbæ á þessum tíma. Það dugði ekki fyrir henni en þó upp í hana.“ Með ólæknandi krabbamein Erla boðaði til blaðamannafundar í september í tilefni þess að Endurupptökudómur hafnaði því að taka mál hennar upp á nýjan leik. Þar sagðist hún ætla að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í samþykki forsætisráðherra við Erlu felst að hún á ekki frekari kröfu á íslenska ríkið. Á fundinum greindi Erla sömuleiðis frá því að hún væri með ólæknandi krabbamein. Blaðamannafundinn má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_um_málefni_Erlu_BolladótturPDF168KBSækja skjal Samkomulag_um_greiðslu_bótaPDF679KBSækja skjal Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Erla hlaut árið 1980 dóm fyrir rangar sakargiftir en hún bendlaði Magnús, Einar bróður sinn, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen við málið sem varð til þessa langa varðhalds sem þeir þurftu að sæta. Mennirnir sýna því engan skilning að Erla fái bætur. „Við erum auðvitað eins og þú heyrir á mér alveg í sjokki. Við vissum ekki að við byggjum í svona landi þar sem forsætisráðherra getur leyft sér að gera svona. Þetta er svakalegt,“ segir Magnús. Óvænt símtal frá lögmanni Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti. Þá byggir greiðslan ekki á viðurkenningu á bótaskyldu af hálfu ríkisins heldur sanngirnissjónarmiðum. Um sé að ræða hluta af endanlegu uppgjöri ríkisins á bótum vegna þeirra sem sökum voru bornir vegna mannshvarfa í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Magnús hefur verið ófeiminn við að tjá þá afstöðu sína að Erla Bolladóttir hafi logið upp á fjórmenningana án nokkurs þrýstings frá lögreglu. Aðspurður segist hann hafa fengið hringingu augnablikum áður en tilkynnt var um bótagreiðslur til Erlu í gær. „Það hringdi í mig lögmaður fyrir hönd Katrínar Jakobsdóttur og sagði mér að hún hefði viljað láta okkur vita að hún væri að fara að greiða þessari konu peninga. Af hverju mig? Jú, hún hefði grun um að við yrðum ekki ánægðir.“ Hittust í fyrsta sinn í 43 ár Þeir Einar og Valdimar hafa verið í sambandi frá því árið 2019. Þá fengu þeir veður af því að Erla legði til að samið yrði við hana um bætur vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir. Varð það til þess að þeir hittust í fyrsta skipti í 43 ár og báru saman bækur sínar. Valtýr Sigurðsson lögmaður sendi forsætisráðherra bréf fyrir hönd þeirra. Þar var atburðarásin á árunum 1975 til 1976 rifjuð upp og rök færð fyrir því að Erla ætti ekki skilið neinar bætur. Magnús segir þá hafa haldið sambandi síðan. „Þetta kemur okkur alveg í opna skjöldu, þessi lítilsvirðing sem okkur er sýnd. Við erum að ráða ráðum okkar,“ segir Magnús. Þeir muni bregðast við en þó muni fyrst jólin líða. „Við gerum ekkert í dag og svo er aðfangadagur á morgun. Maður reynir að harka þetta af sér eins og maður hefur alltaf gert. Við höfum þurft að upplifa ýmislegt en ekki að það yrði farið að borga fólki fyrir að bera okkur röngum sökum.“ Taka röngu sakargiftirnar út fyrir sviga Í nýlegu minnisblaði Skrifstofu stjórnskipunar og stjórnsýslu til forsætisráðherra þann 16. desember rökstyður skrifstofa stjórnskipunar og stjórnsýslu bótagreiðslur á þann veg að Erla hafi setið í gæsluvarðhaldi í 232 daga og aðstæður hafi verið erfiðar. Afsökunarbeiðni forsætisráðherra og boð um bætur myndu takmarkast við varðhaldið vegna gruns um að hún ætti þátt í hvarfi Geirfinns. Ekki bætur vegna sakfellingar hennar fyrir rangar sakargiftir. Magnús hefur engan skilning á að líta megi á þetta sem tvo aðskilda þætti. Yfirlýsing forsætisráðherra Hvörf þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar hafa varpað skugga á íslenskt þjóðlíf um áratuga skeið og sett mark sitt á ævi fjölmargra einstaklinga. Óvissuástandi sem sneri að sakborningum í þessum málum var að mestu eytt með sýknudómi Hæstaréttar yfir þeim sem taldir voru bera ábyrgð á mannshvörfunum, dómum Landsréttar um sanngjarnar bætur þeim til handa svo og lögum nr. 128/2019, sem tryggðu bætur til aðstandenda hinna sýknuðu sem voru látnir. Þá hafa þeir sem sýknaðir voru og aðstandendur verið beðnir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirra málum og að þeir hafi verið ranglega sakfelldir og sætt langri fangelsisvist. En mál þetta lýtur að fleiri sakborningum í málunum, sem sættu rannsókn og gæsluvarðhaldi, sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Erla Bolladóttir, ung kona með kornabarn, sætti þannig gæsluvarðhaldi vegna meintrar hlutdeildar í hvarfi Geirfinns Einarssonar frá byrjun maímánaðar 1976 og fram að jólum sama ár. Aðstæður sem gæsluföngum voru búnar á þeim tíma voru sérlega erfiðar, eins og dómar hafa staðfest. Erla var sýknuð af ákæru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar með dómi Hæstaréttar 1980 og féll því ekki undir sýknudóm Hæstaréttar á árinu 2018, og því ekki undir þær ráðstafanir sem ríkið ákvað að grípa til í kjölfar hans. Er staða Erlu því sérstök meðal sakborninganna í málinu. Lengd frelsissviptingar hennar meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð og aðstæður sem henni og barni hennar voru búnar á þeim tíma eru fordæmalausar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrrum sakborninga varðar, þykir eðlilegt og sanngjarnt að biðja Erlu sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Þá þykir og sanngjarnt, þó svo að langt sé um liðið, að Erla fái samhliða greiddar bætur vegna frelsissviptingar sinnar í gæsluvarðhaldi til samræmis við bætur sem Landsréttur ákvarðaði sakborningum sem sýknaðir voru af sökum varðandi mannshvörfin. „Þessi sundurliðun er út í hött. Við erum bara að tala um eina Erlu Bolladóttur og hún kom okkur í fangelsi,“ segir Magnús. „Það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að sitja eitthvað inni ef það er að bulla svona í þjóðfélaginu.“ Þá gefur hann lítið fyrir að Erla hafi sætt harðræði í hennar gæsluvarðhaldi. Erla hefur sakað fyrrverandi yfirmann ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu yfirmann um nauðgun í Síðumúlafangelsi. Sá segist ekkert kannast við ásakanir Erlu. „Það var ekkert harðræði í hennar gæsluvarðhaldi. Við vorum í miklu meira harðræði en hún, þessir fjórmenningar.“ Magnús ræddi málið ítarlega í viðtali við Bítið í september. „Þetta er svo mikið bull“ Þá gefur Magnús sömuleiðis lítið fyrir að Erla hafi verið kornung kona og með lítið barn. „Það áttu allir börn, ég var að vísu ekki með barn á brjósti, en ég átti lítil börn. Einar átti lítil börn,“ segir Magnús. „Þetta er svo mikið bull. Rangar sakargiftir og Geirfinnsmálið. Þetta er eitt og sama málið. Þau ákváðu að bera okkur röngum sökum ef böndin bærust að okkur.“ Hann vill að forsætisráðherra útskýri betur í sínu máli hvernig hún komist að sinni niðurstöðu. „Það hefur engin lögfræðingur ráðlagt henni að gera þetta svona. Ég veit ekki hvaða tök Erla hefur á henni.“ Fyrri bótagreiðslur séu fáránlegar Í fyrrnefndu minnisblaði kemur fram að við ákvörðun bóta til Erlu sé tekið mið af dómi Landsréttar í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn ríkinu árið 2020. Honum voru dæmdar 260 milljónir króna en hann var einn þeirra sem var sakfelldur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum árið 1980. Sömu aðilar voru sýknaðir með dómi Hæstaréttar árið 2018 eftir endurupptöku málsins. „Það er auðvitað hneyksli líka, þær útgreiðslur,“ segir Magnús. Búið sé að eyða mörg hundruð milljónum í málið, bæði lögfræðikostnað og rannsóknir sem séu mjög misjafnar að gæðum. Hann hvetur fólk til að lesa stóra dóminn í málinu frá 1980. Hann sé 600 blaðsíður og á margan hátt réttur. Fjórmenningarnir fengu sjálfir bætur dæmdar á níunda áratugnum fyrir það varðhald sem þeir máttu að ósekju sæta. „Við fengum smá bætur eftir málaferli við ríkið í átta ár. Þeir viðurkenndu strax bótaskyldu en komu sér ekki í að ákveða upphæðina. Við fengum smánarbætur miðað við það sem verið er að borga í dag. Þetta þekktist ekki þá. Ég keypti litla þriggja herbergja íbúð upp í Árbæ á þessum tíma. Það dugði ekki fyrir henni en þó upp í hana.“ Með ólæknandi krabbamein Erla boðaði til blaðamannafundar í september í tilefni þess að Endurupptökudómur hafnaði því að taka mál hennar upp á nýjan leik. Þar sagðist hún ætla að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í samþykki forsætisráðherra við Erlu felst að hún á ekki frekari kröfu á íslenska ríkið. Á fundinum greindi Erla sömuleiðis frá því að hún væri með ólæknandi krabbamein. Blaðamannafundinn má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblað_um_málefni_Erlu_BolladótturPDF168KBSækja skjal Samkomulag_um_greiðslu_bótaPDF679KBSækja skjal
Yfirlýsing forsætisráðherra Hvörf þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar hafa varpað skugga á íslenskt þjóðlíf um áratuga skeið og sett mark sitt á ævi fjölmargra einstaklinga. Óvissuástandi sem sneri að sakborningum í þessum málum var að mestu eytt með sýknudómi Hæstaréttar yfir þeim sem taldir voru bera ábyrgð á mannshvörfunum, dómum Landsréttar um sanngjarnar bætur þeim til handa svo og lögum nr. 128/2019, sem tryggðu bætur til aðstandenda hinna sýknuðu sem voru látnir. Þá hafa þeir sem sýknaðir voru og aðstandendur verið beðnir afsökunar á því hvernig staðið var að þeirra málum og að þeir hafi verið ranglega sakfelldir og sætt langri fangelsisvist. En mál þetta lýtur að fleiri sakborningum í málunum, sem sættu rannsókn og gæsluvarðhaldi, sem á sér vart hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Erla Bolladóttir, ung kona með kornabarn, sætti þannig gæsluvarðhaldi vegna meintrar hlutdeildar í hvarfi Geirfinns Einarssonar frá byrjun maímánaðar 1976 og fram að jólum sama ár. Aðstæður sem gæsluföngum voru búnar á þeim tíma voru sérlega erfiðar, eins og dómar hafa staðfest. Erla var sýknuð af ákæru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar með dómi Hæstaréttar 1980 og féll því ekki undir sýknudóm Hæstaréttar á árinu 2018, og því ekki undir þær ráðstafanir sem ríkið ákvað að grípa til í kjölfar hans. Er staða Erlu því sérstök meðal sakborninganna í málinu. Lengd frelsissviptingar hennar meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð og aðstæður sem henni og barni hennar voru búnar á þeim tíma eru fordæmalausar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrrum sakborninga varðar, þykir eðlilegt og sanngjarnt að biðja Erlu sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Þá þykir og sanngjarnt, þó svo að langt sé um liðið, að Erla fái samhliða greiddar bætur vegna frelsissviptingar sinnar í gæsluvarðhaldi til samræmis við bætur sem Landsréttur ákvarðaði sakborningum sem sýknaðir voru af sökum varðandi mannshvörfin.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira