Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 18:25 Á myndinni sést skeifan, næst háskólanum, en þar hefur verið innheimt gjald fyrir bílastæði. Malarplanið, sem stendur fjær, hefur hins vegar staðið endurgjaldslaust til afnota. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita. Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita.
Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira