Segir að Phillips hafi komið of þungur heim af HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 15:00 Kalvin Phillips hefur ekki beint átt draumabyrjun eftir að hann gekk í raðir Manchester City. Alex Pantling - The FA/The FA via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ástæðan fyrir því að miðjumaðurinn Kalvin Phillips hafi ekki verið í leikmannahópnum þegar liðið mætti Liverpool í enska deildarbikarnum síðastliðinn föstudag hafi verið að leikmaðurinn hafi komið of þungur heim af HM í Katar. Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum. Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira
Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Sjá meira