Segir skotmark Arsenal aðeins vera á eftir Mbappé og Vinicíus í sinni stöðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 13:45 Mykhaylo Mudryk [til vinstri] er eftirsóttur. Cathrin Mueller/Getty Images Darijo Srna, yfirmaður knattspyrnumála hjá Shakhtar Donetsk, telur Mykhailo Mudryk einn besta leikmann heims í sinni stöðu. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, er á höttunum á eftir framherjanum Mykhailo Mudryk sem spilar með Shakhtar Donetsk í heimalandinu. Hinn 21 árs gamli Mudryk er í miklum metum hjá Roberto De Zerbi, núverandi þjálfara Brighton & Hove Albion og fyrrverandi þjálfara Shakhtar. Þá virðist Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vera gríðarlegur aðdáandi en það virðist sem Arsenal hafi náð samkomulagi við leikmanninn um að ganga í raðir þess. Arsenal á hins vegar eftir að ná samkomulagi við Shakhtar en úkraínska félagið metur leikmanninn opinberlega á rúmlega 100 milljónir evra. samsvarar það 15 milljörðum íslenskra króna. Það virðist þó sem félagið sé tilbúið að samþykkja tilboð upp á rúmlega 60 milljónir evra eða rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Shakhtar director of football Darijo Srna tells me any club wanting Mykhaylo Mudryk must spend "a lot, a lot, a lot of money." Shakhtar are saying publicly they want 100m. But, as previously reported, sources say privately they will entertain offers of 60m+. pic.twitter.com/cRAVU8NEgY— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 12, 2022 Þó Mudryk sé í miklum metum hjá De Zerbi og Arteta er ljóst að Shakhtar hefur hvað mestar mætur á leikmanninum. Áðurnefndur Srna, sem var á sínum tíma leikmaður Shakhtar og landsliðsbakvörður Króatíu, telur Mudryk einfaldlega einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Segir Srna að einu leikmennirnir sem séu betri í þessari vinstri framherjastöðu í heiminum séu Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins og París Saint-Germain, og hinn brasilíski Vinicíus Junior, leikmaður Real Madríd. Money available to Arteta Mudryk top choice to fill Jesus void... ...but club will not pay 100m fee Cedric could leave@gunnerblog reveals Arsenal's plans for the January transfer window.https://t.co/mXjkYUgCrR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 26, 2022 Mudryk hefur spilað vel það sem af er leiktíð. Í 12 deildarleikjum hefur hann skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Hvort hann sé 100 milljón evra virði verður svo að koma í ljós, fari svo að Arsenal kaupi hann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira