Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 22:44 Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Vigdís Finnbogadóttir segir forseta aldrei mega fara gegn meirihlutavilja Alþingis. samsett/vísir Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís. Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís.
Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira