Færri en eyðsluglaðari ferðamenn Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 11:40 Erlendir ferðamenn hafa mætt nokkrum vetrarhörkum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira