Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 19:26 Mason Mount skoraði seinna mark Chelsea í kvöld. Justin Setterfield/Getty Images Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. Gengi þeirra bláklæddu hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur og mánuði. Auk þess að vera án sigurs í seinustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni hafði Chelsea aðeins unnið tvo leiki í öllum keppnum eftir að liðið hafði betur gegn Aston Villa þann 16. október. Svo virðist þó sem HM-pásan hafi gert liðinu vel því heimamenn í Chelsea voru mun sterkari í upphafi leiks og uppskáru mark strax á 16. mínútu þegar Kai Havertz stýrði sendingu frá Raheem Sterling í netið. Heimamenn tvöfölduðu svo forystu sína átta mínútum síðar þegar Mason Mount skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig og staðan orðin 2-0. Það reyndust raunar lokatölur leiksins og Chelsea fagnaði því loksins þremur stigum í ensku úrvalsdeildinni, í fyrsta skipti í 73 daga. Liðið situr nú í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 15 leiki, átta stigum meira en Bournemouth sem situr í 14. sæti. Fótbolti Enski boltinn
Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. Gengi þeirra bláklæddu hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur og mánuði. Auk þess að vera án sigurs í seinustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni hafði Chelsea aðeins unnið tvo leiki í öllum keppnum eftir að liðið hafði betur gegn Aston Villa þann 16. október. Svo virðist þó sem HM-pásan hafi gert liðinu vel því heimamenn í Chelsea voru mun sterkari í upphafi leiks og uppskáru mark strax á 16. mínútu þegar Kai Havertz stýrði sendingu frá Raheem Sterling í netið. Heimamenn tvöfölduðu svo forystu sína átta mínútum síðar þegar Mason Mount skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig og staðan orðin 2-0. Það reyndust raunar lokatölur leiksins og Chelsea fagnaði því loksins þremur stigum í ensku úrvalsdeildinni, í fyrsta skipti í 73 daga. Liðið situr nú í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 15 leiki, átta stigum meira en Bournemouth sem situr í 14. sæti.