Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 08:49 Ekki er ljóst hvernig George Santos átti allt í einu meira en hundrað milljónir króna til að lána framboði sínu. Hann var nýlega borinn út fyrir að hafa ekki greitt leigu upp á þúsundir dollara. AP/Mary Altaffer Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. George Santos, verðandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá New York, varð uppvís að því að ljúga til um nær allt á ferilskrá sinni fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist þannig ranglega hafa unnið fyrir stórar fjármálastofnanir á Wall Street og laug um menntun sína. Svo virðist sem að Santos hafi einnig gerst sekur um smástuld í Brasilíu. Þá sagðist Santos vera gyðingur og vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar í kosningabaráttunni. Eftir að í ljós kom að það væri rangt sagðist Santos hafa átt við að hann væri „gyðingslegur“ (e. Jew-ish) en ekki gyðingur (e. Jewish). New York Times, sem afhjúpaði blekkingar Santos en þó ekki fyrr en eftir kosningar, segir nú að alríkissaksóknarar og saksóknarar í Nassau-sýslu rannsaki nú þingmannsefnið. Alríkisrannsóknin beinist að minnsta kosti að hluta til að fjármálum Santos. Anne Donnely, umdæmissaksóknari í Nassau, segir lygar Santos sláandi. „Enginn er hafinn yfir lögin og ef glæpur var framinn í þessari sýslu munum við sækja til saka vegna hans,“ sagði Donnely sem er sjálf repúblikani. Auðgaðist skyndilega á óútskýrðan hátt Fjöldi spurninga hefur vaknað um fjármál Santos sem honum hefur gengið illa að svara. Santos lánaði framboði sínu 700.000 dollara, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Féð segist hann hafa fengið í gegnum fyrirtæki í sinni eigu sem tengir saman fjárfesta og seljendur eigna en upplýsingar um fjármál þess eru af skornum skammti. AP-fréttastofan segir að Santos virðist hafa auðgast á afar skömmum tíma eftir að hafa átt í fjárhagskröggum. Santos hafi þannig nýlega verið borinn út og skuldað þúsundir dollara í leigu. Santos hefur viðurkennt að hafa logið til um starfs- og námsferil sinn en lýst þeim lygum sem hefðbundinni fegrun á ferilskrá sem margir stundi. Hann þverneitar að segja af sér. Að óbreyttu sver Santos embættiseið og tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag. Kallað hefur verið eftir því að siðanefnd þingsins og dómsmálaráðuneytið rannsaki hann. Repúblikanar hafa að mestu þagað um mál Santos. Einhverjir þeirra hafa gagnrýnt lygarnar án þess að hvetja hann til að segja af sér vegna þeirra. „Ég tel að það þurfi ítarlega rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar og löggæslustofnana ef þörf er á,“ sagði Nick Lalota, annar nýkjörinn þingmaður repúblikana á Long Island í New York. „Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá“ Þá fékk Santos töluverða útreið þegar hann mætti í viðtal á Fox-sjónvarpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona frá Havaí, sem leysti af Tucker Carlson sem yfirleitt stýrir þættinum, sakaði Santos um að taka málinu ekki alvarlega. „Þú hefur beðist afsökunar, þú hefur sagst hafa gert mistök en þú laugst blákalt. Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá,“ sagði Gabbard. „Sjáðu til, ég er sammála þér. Við getum rökrætt ferilskrá mína og hvernig ég vann fyrir fyrirtæki eins og-,“ sagði Santos áður en Gabbard greip fram í fyrir honum. „Er það til rökræðu? Eða er það bara rangt?“ „Nei, það er alls ekki rangt. Það er hægt að rökræða það,“ sagði Santos. "These are blatant lies and it draws into question how your constituents and the American people can believe anything you may say on the floor of the House -- Tulsi Gabbard actually did an impressive job grilling George Santos, who was clearly flustered pic.twitter.com/o5Ps6CdWKf— Aaron Rupar (@atrupar) December 28, 2022 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
George Santos, verðandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá New York, varð uppvís að því að ljúga til um nær allt á ferilskrá sinni fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist þannig ranglega hafa unnið fyrir stórar fjármálastofnanir á Wall Street og laug um menntun sína. Svo virðist sem að Santos hafi einnig gerst sekur um smástuld í Brasilíu. Þá sagðist Santos vera gyðingur og vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar í kosningabaráttunni. Eftir að í ljós kom að það væri rangt sagðist Santos hafa átt við að hann væri „gyðingslegur“ (e. Jew-ish) en ekki gyðingur (e. Jewish). New York Times, sem afhjúpaði blekkingar Santos en þó ekki fyrr en eftir kosningar, segir nú að alríkissaksóknarar og saksóknarar í Nassau-sýslu rannsaki nú þingmannsefnið. Alríkisrannsóknin beinist að minnsta kosti að hluta til að fjármálum Santos. Anne Donnely, umdæmissaksóknari í Nassau, segir lygar Santos sláandi. „Enginn er hafinn yfir lögin og ef glæpur var framinn í þessari sýslu munum við sækja til saka vegna hans,“ sagði Donnely sem er sjálf repúblikani. Auðgaðist skyndilega á óútskýrðan hátt Fjöldi spurninga hefur vaknað um fjármál Santos sem honum hefur gengið illa að svara. Santos lánaði framboði sínu 700.000 dollara, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Féð segist hann hafa fengið í gegnum fyrirtæki í sinni eigu sem tengir saman fjárfesta og seljendur eigna en upplýsingar um fjármál þess eru af skornum skammti. AP-fréttastofan segir að Santos virðist hafa auðgast á afar skömmum tíma eftir að hafa átt í fjárhagskröggum. Santos hafi þannig nýlega verið borinn út og skuldað þúsundir dollara í leigu. Santos hefur viðurkennt að hafa logið til um starfs- og námsferil sinn en lýst þeim lygum sem hefðbundinni fegrun á ferilskrá sem margir stundi. Hann þverneitar að segja af sér. Að óbreyttu sver Santos embættiseið og tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag. Kallað hefur verið eftir því að siðanefnd þingsins og dómsmálaráðuneytið rannsaki hann. Repúblikanar hafa að mestu þagað um mál Santos. Einhverjir þeirra hafa gagnrýnt lygarnar án þess að hvetja hann til að segja af sér vegna þeirra. „Ég tel að það þurfi ítarlega rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar og löggæslustofnana ef þörf er á,“ sagði Nick Lalota, annar nýkjörinn þingmaður repúblikana á Long Island í New York. „Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá“ Þá fékk Santos töluverða útreið þegar hann mætti í viðtal á Fox-sjónvarpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona frá Havaí, sem leysti af Tucker Carlson sem yfirleitt stýrir þættinum, sakaði Santos um að taka málinu ekki alvarlega. „Þú hefur beðist afsökunar, þú hefur sagst hafa gert mistök en þú laugst blákalt. Lygar eru ekki ýkjur á ferilskrá,“ sagði Gabbard. „Sjáðu til, ég er sammála þér. Við getum rökrætt ferilskrá mína og hvernig ég vann fyrir fyrirtæki eins og-,“ sagði Santos áður en Gabbard greip fram í fyrir honum. „Er það til rökræðu? Eða er það bara rangt?“ „Nei, það er alls ekki rangt. Það er hægt að rökræða það,“ sagði Santos. "These are blatant lies and it draws into question how your constituents and the American people can believe anything you may say on the floor of the House -- Tulsi Gabbard actually did an impressive job grilling George Santos, who was clearly flustered pic.twitter.com/o5Ps6CdWKf— Aaron Rupar (@atrupar) December 28, 2022
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19