Pelé er látinn Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 19:05 Pelé er látinn. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn. Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag. Hann varð 82 ára gamall. Joe Fraga, umboðsmaður hans, staðfestir fregnir af andláti hans, að því er segir í frétt AP. Pelé, sem hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði legið á spítala um nokkurt skeið vegna margvíslegra meina. Hann undirgekkst aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra. Eins og áður segir er Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið. Pelé er einnig eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu. Þann fyrsta vann hann árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð svo aftur heimsmeistari 1962 og 1970. Árið 2000 var Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Pelé hafði sem áður segir verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka. Sjálfur vildi Pelé þó gera sem minnst úr veikindum sínum og bað hann og dóttir hans fólk að örvænta ekki. Hann var svo lagður aftur inn á sjúkrahús rétt fyrir jól eftir að heilsunni fór að hraka hratt skyndilega á ný. Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Brasilía Fótbolti Andlát Andlát Pele Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira