Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 06:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst greiða fyrir rafvopnaburði lögreglu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira