ÍSÍ hafi sent annan texta en var lesinn upp á hófinu Valur Páll Eiríksson skrifar 30. desember 2022 10:46 Sigurbjörn Árni gagnrýnir ÍSÍ fyrir kynningu Guðrúnar í gærkvöld. Vísir/Vilhelm Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og frjálsíþróttasérfræðingur, kveðst gáttaður á því hvernig Guðrún Arnardóttir var kynnt til leiks sem nýjasti meðlimur heiðurshallar ÍSÍ í gærkvöld. Ár hvert er nýtt fólk tekið inn í heiðurshöll ÍSÍ, tvisvar á ári, að sumri og á veturna á athöfn íþróttamanns ársins. Ómar Ingi Magnússon var valinn íþróttamaður ársins í Hörpu í gærkvöld en þar var hlaupakonan Guðrún Arnardóttir tekin inn í heiðurshöllina og var sú 24. til að hljóta þann heiður. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti hana til leiks sem dóttur Arnars en ekki Arnar en það er síst það sem Sigurbjörn Árni var ósáttur við í kynningunni á Guðrúnu á athöfn gærkvöldsins. Rangt mót og rangur skóli Rangt var farið með árangur Guðrúnar á Ólympíuleikum, og ekki minnst á hvað hún afrekaði í Sydney árið 2000. Hún varð sjöunda í Sydney, sem sagt var hafa gerst í Atlanta fjórum árum fyrr. „Ég er hins vegar gáttaður á þeirri steypu sem lesin var upp um hana í kvöld. Sjöunda á OL 1996 í Atlanta?“ segir Sigurbjörn Árni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Nei þar fór hún í undanúrslit og fékk í kjölfarið styrk til þess að stunda æfingar og henni fannst þess vegna hún skulda íslensku þjóðinni að æfa fram yfir OL i Sidney 2000. Þar varð hun svo sjöunda á besta ólympíuári Íslandssögunnar,“ segir Sigurbjörn enn fremur. Þá var einnig farið rangt með það hvaða skóla hún keppti fyrir í Bandaríkjunum, en Guðrún leiðrétti það sjálf í pontu í gærkvöld. „Svo stundaði hún sitt nám við University of Georgia en keppti alltaf á hverju ári á Drake relays með frábærum árangri og var þess vegna tekin inn í heiðurshöllina þar. Þekkir ÍSÍ ekki sitt íþróttafólk?“ spyr Sigurbjörn. RÚV stóð að útsendingu gærkvöldsins og útbjó klippuna af Guðrúnu þar sem ferill hennar var gerður upp með þessum hætti. Sigurbjörn segir ábyrgðina þó liggja hjá sambandinu. „Ég alla vega neita að trúa því að RÚV beri nokkra ábyrgð á þessu,“ segir Sigurbjörn en færslu hans má sjá neðst í fréttinni. ÍSÍ hafi sent annan texta en lesinn var upp Í ummælum við færsluna kveðst Sigurbjörn Árni hafa fengið staðfest frá ÍSÍ að annar texti hafi verið sendur til Ríkisúrvarpsins en sá sem vísað er til að ofan. Guðrún hafi farið yfir þann texta og staðfest að allt væri þar satt og rétt. „Ég hef fengið staðfest frá ÍSÍ að textinn for réttur frá þeim og var lesinn yfir af Guðrúnu þannig að vitleysan kemur ekki þaðan,“ segir Sigurbjörn Árni í ummælum við stöðuuppfærsluna. Í tilkynningu um inntöku Guðrúnar í heiðurshöllina á heimasíðu ÍSÍ er rétt greint frá þeim atriðum sem snert er á að ofan. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við Vísi að þeim texta, sem er á síði ÍSÍ hafi verið komið áleiðis. Starfsfólk sambandsins hafi ekki séð myndskeiðið fyrr en það var birt í beinni útsendingu í gær. Fimm síðustu úr frjálsum Stefán Pálsson, sagnfræðingur.Vísir/Ívar Fannar Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fagnar því að Guðrún hafi verið tekin inn, líkt og Sigurbjörn. Hann bendir hins vegar á að fólk úr frjálsum íþróttum hafi í miklum meirihluta verið tekin inn í höllina síðustu misseri. „Þetta var góð tilnefning. Sjálfur sendi ég bréf á stjórnina með uppástungum fyrr á árinu. Reikna með að gera það aftur á næsta ári - en þá með annarri tillögu,“ „Nú hafa fimm síðustu viðbæturnar við Heiðurshöllina komin úr frjálsíþróttunum og sjö af síðustu níu. Ég býst því við að næst verið hugað að öðrum greinum,“ segir Stefán á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. ÍSÍ Frjálsar íþróttir Íþróttamaður ársins Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Ár hvert er nýtt fólk tekið inn í heiðurshöll ÍSÍ, tvisvar á ári, að sumri og á veturna á athöfn íþróttamanns ársins. Ómar Ingi Magnússon var valinn íþróttamaður ársins í Hörpu í gærkvöld en þar var hlaupakonan Guðrún Arnardóttir tekin inn í heiðurshöllina og var sú 24. til að hljóta þann heiður. Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti hana til leiks sem dóttur Arnars en ekki Arnar en það er síst það sem Sigurbjörn Árni var ósáttur við í kynningunni á Guðrúnu á athöfn gærkvöldsins. Rangt mót og rangur skóli Rangt var farið með árangur Guðrúnar á Ólympíuleikum, og ekki minnst á hvað hún afrekaði í Sydney árið 2000. Hún varð sjöunda í Sydney, sem sagt var hafa gerst í Atlanta fjórum árum fyrr. „Ég er hins vegar gáttaður á þeirri steypu sem lesin var upp um hana í kvöld. Sjöunda á OL 1996 í Atlanta?“ segir Sigurbjörn Árni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Nei þar fór hún í undanúrslit og fékk í kjölfarið styrk til þess að stunda æfingar og henni fannst þess vegna hún skulda íslensku þjóðinni að æfa fram yfir OL i Sidney 2000. Þar varð hun svo sjöunda á besta ólympíuári Íslandssögunnar,“ segir Sigurbjörn enn fremur. Þá var einnig farið rangt með það hvaða skóla hún keppti fyrir í Bandaríkjunum, en Guðrún leiðrétti það sjálf í pontu í gærkvöld. „Svo stundaði hún sitt nám við University of Georgia en keppti alltaf á hverju ári á Drake relays með frábærum árangri og var þess vegna tekin inn í heiðurshöllina þar. Þekkir ÍSÍ ekki sitt íþróttafólk?“ spyr Sigurbjörn. RÚV stóð að útsendingu gærkvöldsins og útbjó klippuna af Guðrúnu þar sem ferill hennar var gerður upp með þessum hætti. Sigurbjörn segir ábyrgðina þó liggja hjá sambandinu. „Ég alla vega neita að trúa því að RÚV beri nokkra ábyrgð á þessu,“ segir Sigurbjörn en færslu hans má sjá neðst í fréttinni. ÍSÍ hafi sent annan texta en lesinn var upp Í ummælum við færsluna kveðst Sigurbjörn Árni hafa fengið staðfest frá ÍSÍ að annar texti hafi verið sendur til Ríkisúrvarpsins en sá sem vísað er til að ofan. Guðrún hafi farið yfir þann texta og staðfest að allt væri þar satt og rétt. „Ég hef fengið staðfest frá ÍSÍ að textinn for réttur frá þeim og var lesinn yfir af Guðrúnu þannig að vitleysan kemur ekki þaðan,“ segir Sigurbjörn Árni í ummælum við stöðuuppfærsluna. Í tilkynningu um inntöku Guðrúnar í heiðurshöllina á heimasíðu ÍSÍ er rétt greint frá þeim atriðum sem snert er á að ofan. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við Vísi að þeim texta, sem er á síði ÍSÍ hafi verið komið áleiðis. Starfsfólk sambandsins hafi ekki séð myndskeiðið fyrr en það var birt í beinni útsendingu í gær. Fimm síðustu úr frjálsum Stefán Pálsson, sagnfræðingur.Vísir/Ívar Fannar Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fagnar því að Guðrún hafi verið tekin inn, líkt og Sigurbjörn. Hann bendir hins vegar á að fólk úr frjálsum íþróttum hafi í miklum meirihluta verið tekin inn í höllina síðustu misseri. „Þetta var góð tilnefning. Sjálfur sendi ég bréf á stjórnina með uppástungum fyrr á árinu. Reikna með að gera það aftur á næsta ári - en þá með annarri tillögu,“ „Nú hafa fimm síðustu viðbæturnar við Heiðurshöllina komin úr frjálsíþróttunum og sjö af síðustu níu. Ég býst því við að næst verið hugað að öðrum greinum,“ segir Stefán á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
ÍSÍ Frjálsar íþróttir Íþróttamaður ársins Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira