Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2022 14:18 Ófremdarástand skapaðist á Keflavíkurflugvelli þegar ófært var um Reykjanesbraut í byrjun síðustu viku. Vísir/Fanndís Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira