Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2022 14:18 Ófremdarástand skapaðist á Keflavíkurflugvelli þegar ófært var um Reykjanesbraut í byrjun síðustu viku. Vísir/Fanndís Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira