Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2022 14:18 Ófremdarástand skapaðist á Keflavíkurflugvelli þegar ófært var um Reykjanesbraut í byrjun síðustu viku. Vísir/Fanndís Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira