Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 22:33 Horft af Vatnsveitubrúnni í Elliðaárdal laust fyrir klukkan tvö í dag. Sólin gægist í gegnum ísþokuna. Sólin náði hæst upp á sjóndeildarhringinn klukkan hálftvö og var sólarhæð þá 2,9 gráður. KMU Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU Veður Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Á aðeins einum stað á láglendi mældist meiri kuldi í dag. Það var á Sandskeiði en þar fór frostið niður í 25,5 gráður. Á einni hálendisstöð mældist meira frost, Kolku við Blöndulón, 27,4 gráður. Ísþokan liggur yfir Elliðaánum, eða Dimmu eins og áin nefnist í Víðidal. Íbúðarhúsin í Hólahverfi í Breiðholti í baksýn. Í forgrunni má sjá hrímuð grösin.KMU Þeir sem lögðu í göngutúr um Víðidalinn í kuldanum í dag voru verðlaunaðir með ægifegurð náttúrunnar. Hrímþoka og raunar ísþoka læddist niður með Elliðaánum og lagðist yfir umhverfi ánna. Svo þétt var þokan um tíma að á göngustíg skammt frá ánni sást varla á milli ljósastaura. Svona var inni í ísþokunni á göngustíg í Víðidalnum um tvöleytið. Varla sást á milli ljósastaura.KMU Talað er um hrímþoku þegar frostið nær allt að tuttugu stigum en ísþoku þegar frost fer niður fyrir tuttugu stig. Frostið í Víðidal hélst meira og minna undir tuttugu stigum í dag. Það var aðeins rétt eftir miðnætti sem „hlýnaði“ örlítið þegar frostið mældist 19,3 gráður. Hrímið lagðist yfir gróður eins og flórsykur í Víðidal í dag. Fjær sést í Hólahverfi í Breiðholti.KMU Þótt vatnshiti Elliðaánna sé vart nema rétt yfir frostmarki þessa dagana, sennilega innan við hálf gráða, er það hátt yfir þeim lofthita sem mældist í Víðidalnum. Rakinn sem steig upp af ánni lagðist svo eins og flórsykur yfir dalinn þegar hann hrímaði trjágróður og grös. Ísingin lagðist einnig á ljósastaura og girðingar.KMU Sólin kórónaði svo dýrðina með geislum sínum og minnti á að hún er farin að hækka á lofti og lengja daginn. Þannig var þessi dagur ellefu mínútum lengri í Reykjavík en á vetrarsólstöðum. Á morgun, gamlársdag, helst sólin nærri þremur mínútum lengur á lofti en í dag og nær þrjár gráður upp á sjóndeildarhringinn, fer örlítið hærra en í dag. Vatnsveitubrúin í dag. Ísþokan sveipar dulúð yfir umhverfið.KMU
Veður Reykjavík Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira