Mætir Messi og Mbappé sem þjálfari í lok janúar en hóf ferilinn í Football Manager Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 09:01 Í möppunni má eflaust finna hvaða lið Still ætlar að þjálfa í FM 23. Philippe Crochet/Getty Images Hinn þrítugi Will Still þjálfar í dag lið Stade de Reims í Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þjálfaraferill hans hófst þó ólíkt flestum öðrum. Hann fékk áhuga á þjálfun þegar hann var táningur eftir að hafa spilað tölvuleikinn vinsæla Football Manager. Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira