Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 23:00 Luiz Inacio Lula da Silva forseti og Rosangela da Silva forsetafrú, ásamt Geraldo Alckmin varaforseta og Maria Lucia Ribeiro Alckmin, eiginkona hans. EPA Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. Lula sór embættiseið í höfuðborginni Brasilíu og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi komið saman til að fagna hinum nýja forseta. Í frétt BBC segir að mikil öryggisgæsla hafi verið á götum höfuðborgarinnar þar sem margir óttuðust að stuðningsmenn Bolsonaro myndu reyna að trufla athöfnina. Í innsetningarræðu Lula til þjóðarinnar hét hann því að byggja upp landið í samvinnu við fólkið í landinu. Hann sagðist sömuleiðis ætla sér að berjast fyrir bættum kjörum fátækra, vinna að auknu kynjajafnrétti og auka jafnrétti milli ólíkra þjóðernishópa. Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi haldið út á götur Brasiliu til að fagna embættistöku Lula.EPA Þá vakti það athygli að Lula sagðist ætla að ná því markmiði að stöðva allri skógareyðingu í Amasónfrumskóginum, en skógareyðing jókst mikið eftir að Bolsonaro tók við forsetaembættinu fyrir fjórum árum. Nú hefst þriðja skipunartímabil hins 77 ára Lula sem forseti, en hann gegndi einnig embættinu á árunum 2003 til 2011. Bolsonaro var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina en hann hélt af landi brott i herflugvél til Bandaríkjanna síðastliðinn föstudag. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sagður hafa flúið til Bandaríkjanna Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa flúið til Bandaríkjanna, degi áður en nýkjörinn forseti Lula da Silva tekur við forsetaembættinu. 31. desember 2022 08:56 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Lula sór embættiseið í höfuðborginni Brasilíu og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi komið saman til að fagna hinum nýja forseta. Í frétt BBC segir að mikil öryggisgæsla hafi verið á götum höfuðborgarinnar þar sem margir óttuðust að stuðningsmenn Bolsonaro myndu reyna að trufla athöfnina. Í innsetningarræðu Lula til þjóðarinnar hét hann því að byggja upp landið í samvinnu við fólkið í landinu. Hann sagðist sömuleiðis ætla sér að berjast fyrir bættum kjörum fátækra, vinna að auknu kynjajafnrétti og auka jafnrétti milli ólíkra þjóðernishópa. Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi haldið út á götur Brasiliu til að fagna embættistöku Lula.EPA Þá vakti það athygli að Lula sagðist ætla að ná því markmiði að stöðva allri skógareyðingu í Amasónfrumskóginum, en skógareyðing jókst mikið eftir að Bolsonaro tók við forsetaembættinu fyrir fjórum árum. Nú hefst þriðja skipunartímabil hins 77 ára Lula sem forseti, en hann gegndi einnig embættinu á árunum 2003 til 2011. Bolsonaro var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina en hann hélt af landi brott i herflugvél til Bandaríkjanna síðastliðinn föstudag.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sagður hafa flúið til Bandaríkjanna Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa flúið til Bandaríkjanna, degi áður en nýkjörinn forseti Lula da Silva tekur við forsetaembættinu. 31. desember 2022 08:56 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Bolsonaro sagður hafa flúið til Bandaríkjanna Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa flúið til Bandaríkjanna, degi áður en nýkjörinn forseti Lula da Silva tekur við forsetaembættinu. 31. desember 2022 08:56
Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03