Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 08:43 Þjóðvarðliðar og hermenn standa vörð fyrir utan ríkisfangelsið í Juarez-borg sem ráðist var á að morgni nýársdags. AP/Christian Chavez Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. Lögregla í Juarez-borg í Chihuahua við landamærin að Bandaríkjunum segir að 24 fangar hafi sloppið í árásinni sem hófst klukkan sjö að staðartíma í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu á fangaverði. Tíu þeirra féllu auk fjögurra fanga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjónarvottur segir að árásarmennirnir hafi verið svartklæddir og betur vopnaðir en fangaverðirnir. Þeir hafi ekki aðeins skotið á verðina heldur einnig öll farartæki sem áttu leið hjá. Átök brutust út innan veggja fangelsisins sem hýsir félagar ólíkra glæpagengja. Þrettán manns særðust í þeim skærum og voru fjórir fluttir á sjúkrahús. AP-fréttastofan segir að skömmu fyrir árásina hafi verið ráðist á lögreglumenn í borginni. Fjórir menn voru handteknir eftir að lögregla veitti þeim eftirför. Síðar felldu lögreglumenn tvo meinta byssumenn í pallbíl. Herinn og þjóðvarðliðið var kallað út til að aðstoða ríkisyfirvöld í kjölfar árásarinnar. Saksóknarar segjast ætla að rannsaka flóttann og árásina. Ellefu manns létust í óeirðum í sama fangelsi sem bárust út á nærliggjandi götur í ágúst. Juarez-borg hefur verið í greipum glæpgengja sem eiga í blóðugum átökum sín á milli. Þúsundir manna hafa fallið í stríði Sinaloa- og Juarez-glæpagengjanna á undanförnum tíu árum. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Lögregla í Juarez-borg í Chihuahua við landamærin að Bandaríkjunum segir að 24 fangar hafi sloppið í árásinni sem hófst klukkan sjö að staðartíma í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu á fangaverði. Tíu þeirra féllu auk fjögurra fanga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjónarvottur segir að árásarmennirnir hafi verið svartklæddir og betur vopnaðir en fangaverðirnir. Þeir hafi ekki aðeins skotið á verðina heldur einnig öll farartæki sem áttu leið hjá. Átök brutust út innan veggja fangelsisins sem hýsir félagar ólíkra glæpagengja. Þrettán manns særðust í þeim skærum og voru fjórir fluttir á sjúkrahús. AP-fréttastofan segir að skömmu fyrir árásina hafi verið ráðist á lögreglumenn í borginni. Fjórir menn voru handteknir eftir að lögregla veitti þeim eftirför. Síðar felldu lögreglumenn tvo meinta byssumenn í pallbíl. Herinn og þjóðvarðliðið var kallað út til að aðstoða ríkisyfirvöld í kjölfar árásarinnar. Saksóknarar segjast ætla að rannsaka flóttann og árásina. Ellefu manns létust í óeirðum í sama fangelsi sem bárust út á nærliggjandi götur í ágúst. Juarez-borg hefur verið í greipum glæpgengja sem eiga í blóðugum átökum sín á milli. Þúsundir manna hafa fallið í stríði Sinaloa- og Juarez-glæpagengjanna á undanförnum tíu árum.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira