Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 08:43 Þjóðvarðliðar og hermenn standa vörð fyrir utan ríkisfangelsið í Juarez-borg sem ráðist var á að morgni nýársdags. AP/Christian Chavez Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. Lögregla í Juarez-borg í Chihuahua við landamærin að Bandaríkjunum segir að 24 fangar hafi sloppið í árásinni sem hófst klukkan sjö að staðartíma í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu á fangaverði. Tíu þeirra féllu auk fjögurra fanga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjónarvottur segir að árásarmennirnir hafi verið svartklæddir og betur vopnaðir en fangaverðirnir. Þeir hafi ekki aðeins skotið á verðina heldur einnig öll farartæki sem áttu leið hjá. Átök brutust út innan veggja fangelsisins sem hýsir félagar ólíkra glæpagengja. Þrettán manns særðust í þeim skærum og voru fjórir fluttir á sjúkrahús. AP-fréttastofan segir að skömmu fyrir árásina hafi verið ráðist á lögreglumenn í borginni. Fjórir menn voru handteknir eftir að lögregla veitti þeim eftirför. Síðar felldu lögreglumenn tvo meinta byssumenn í pallbíl. Herinn og þjóðvarðliðið var kallað út til að aðstoða ríkisyfirvöld í kjölfar árásarinnar. Saksóknarar segjast ætla að rannsaka flóttann og árásina. Ellefu manns létust í óeirðum í sama fangelsi sem bárust út á nærliggjandi götur í ágúst. Juarez-borg hefur verið í greipum glæpgengja sem eiga í blóðugum átökum sín á milli. Þúsundir manna hafa fallið í stríði Sinaloa- og Juarez-glæpagengjanna á undanförnum tíu árum. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lögregla í Juarez-borg í Chihuahua við landamærin að Bandaríkjunum segir að 24 fangar hafi sloppið í árásinni sem hófst klukkan sjö að staðartíma í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu á fangaverði. Tíu þeirra féllu auk fjögurra fanga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjónarvottur segir að árásarmennirnir hafi verið svartklæddir og betur vopnaðir en fangaverðirnir. Þeir hafi ekki aðeins skotið á verðina heldur einnig öll farartæki sem áttu leið hjá. Átök brutust út innan veggja fangelsisins sem hýsir félagar ólíkra glæpagengja. Þrettán manns særðust í þeim skærum og voru fjórir fluttir á sjúkrahús. AP-fréttastofan segir að skömmu fyrir árásina hafi verið ráðist á lögreglumenn í borginni. Fjórir menn voru handteknir eftir að lögregla veitti þeim eftirför. Síðar felldu lögreglumenn tvo meinta byssumenn í pallbíl. Herinn og þjóðvarðliðið var kallað út til að aðstoða ríkisyfirvöld í kjölfar árásarinnar. Saksóknarar segjast ætla að rannsaka flóttann og árásina. Ellefu manns létust í óeirðum í sama fangelsi sem bárust út á nærliggjandi götur í ágúst. Juarez-borg hefur verið í greipum glæpgengja sem eiga í blóðugum átökum sín á milli. Þúsundir manna hafa fallið í stríði Sinaloa- og Juarez-glæpagengjanna á undanförnum tíu árum.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira