Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2023 11:53 Mynd af Bryan Kohberger í haldi lögreglu. Hann verður líkast til framseldur til Idaho. Lögregla í Pennsylvaníu DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44