SFS tryggir sér þjónustu Laufeyjar Rúnar sem upplýsingafulltrúa Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 11:30 Laufey Rún Ketilsdóttir og Lísa Anne Libungan. Aðsendar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ráðið Laufeyju Rún Ketilsdóttur í starf upplýsingafulltrúa og Lísu Anne Libungan í stöðu stöðu sérfræðings í vistkerfi hafs. Laufey Rún tekur við starfi upplýsingafulltrúa af Benedikt Sigurðssyni sem hætti störfum í desember. Í tilkynningu frá SFS segir að Laufey Rún muni hefja störf 1. júní næstkomandi að loknu fæðingarorlofi. „Laufey Rún er lögfræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík (MA) og Háskóla Íslands (BA). Hún starfaði sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra frá 2017 og síðar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi frá 2019. Þá starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2014. Samhliða námi og starfi hefur Laufey Rún sinnt ýmsum félagsstörfum en hún var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2015-2017 og sat í stjórn sambandsins um árabil. Lísa Anne mun gegna stöðu sérfræðings í vistkerfi hafs og mun hún hefja störf fljótlega. Lísa Anne lauk doktorsprófi í fiskifræði frá Háskóla Íslands árið 2015, auk diploma í hafrétti árið 2019. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá 2017, fyrst við sjávarvistfræðirannsóknir en síðustu ár sem verkefnastjóri yfir stofnmati og rannsóknum á síld, auk þess að vera virk í vinnunefndum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Hún hefur sinnt kennslu í 18 ár á háskólastigi og var formaður Líffræðifélags Íslands á árunum 2016-2021. Lísa Anne hefur víðtæka reynslu í sjávarvistfræðirannsóknum og hún er höfundur fjölda ritrýndra vísindagreina, skýrslna og hugbúnaðarins 'shapeR' í forritunarmálinu R, sem hægt er að nota til að aðgreina fiskistofna með kvarnalögun,“ segir í tilkynningunni. Báðar stöður voru auglýstar í nóvember síðastliðnum og þær Laufey Rún og Lísa Anne valdar úr stórum hópi umsækjenda. Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Í tilkynningu frá SFS segir að Laufey Rún muni hefja störf 1. júní næstkomandi að loknu fæðingarorlofi. „Laufey Rún er lögfræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík (MA) og Háskóla Íslands (BA). Hún starfaði sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra frá 2017 og síðar sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Alþingi frá 2019. Þá starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2014. Samhliða námi og starfi hefur Laufey Rún sinnt ýmsum félagsstörfum en hún var formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2015-2017 og sat í stjórn sambandsins um árabil. Lísa Anne mun gegna stöðu sérfræðings í vistkerfi hafs og mun hún hefja störf fljótlega. Lísa Anne lauk doktorsprófi í fiskifræði frá Háskóla Íslands árið 2015, auk diploma í hafrétti árið 2019. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá 2017, fyrst við sjávarvistfræðirannsóknir en síðustu ár sem verkefnastjóri yfir stofnmati og rannsóknum á síld, auk þess að vera virk í vinnunefndum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Hún hefur sinnt kennslu í 18 ár á háskólastigi og var formaður Líffræðifélags Íslands á árunum 2016-2021. Lísa Anne hefur víðtæka reynslu í sjávarvistfræðirannsóknum og hún er höfundur fjölda ritrýndra vísindagreina, skýrslna og hugbúnaðarins 'shapeR' í forritunarmálinu R, sem hægt er að nota til að aðgreina fiskistofna með kvarnalögun,“ segir í tilkynningunni. Báðar stöður voru auglýstar í nóvember síðastliðnum og þær Laufey Rún og Lísa Anne valdar úr stórum hópi umsækjenda.
Vistaskipti Sjávarútvegur Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira