Michael Smith heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:27 Michael Smith er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn. James Chance/Getty Images Englendingurinn Michael Smith tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í pílukasti í kvöld er hann vann nokkuð öruggan 7-4 sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Pílukast Bretland England Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Sjá meira
Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023
Pílukast Bretland England Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Sjá meira