Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 08:39 Walter Cunningham árið 2014. AP/Steven Senne Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48