Óttast holskeflu tjónatilkynninga þegar hlýna fer um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2023 12:30 Sigrún A Þorsteinsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir. Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim. Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Síðdegis í gær kviknaði eldur í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri. Ragnar Johansen eigandi staðarins sagði í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir nokkuð um að lagnir frjósi í kuldatíð eins og þeirri sem gengið hefur yfir landið. Nokkrar leiðir séu til að þíða frosnar lagnir. „Ef heita- og kaldavatnslögn liggja hjá hvor annarri þá getur dugað að láta heitavatnið renna í dágóðan tíma, þá getur klakinn í kaldavatnslögninni sjatnað. Síðan er það einnig eins og var gert þarna að hita upp svæðið sem er í kring. Sumir hafa getað gert það með því að láta heitt vatn renna ef lögnin er utandyra, sem maður gerir náttúrulega ekki auðveldlega innandyra. Sama hvaða leið maður er að fara þá þarf bara að fylgjast með því hvernig það gengur og hvort það sé í lagi með þá leið sem maður er að fara.“ Töluvert um tilkynningar Lagnir geta gefið sig ef vatn frýs í þeim með þeim afleiðingum að leka fer inn í hús. Þá segir Sigrún að undanfarið hafi töluvert borist af tjónatilkynningum til tryggingafélagsins vegna kuldans. „Í raun og veru alveg frá því um jólin, þá byrjaði að koma töluvert af alls konar lekavandamálum út frá lögnum og síðan þegar hitastigið fór aðeins yfir núll gráður þá komu inn margar tilkynningar um óbótaskyld tjón, þar sem leki kemur út frá þaki, svölum og gluggum. Því miður erum við ansi hrædd um að um helgina komi önnur svoleiðis holskefla þannig það er mikilvægt að fólk geri það sem það geti til að fyrirbyggja þessi tjón.“ Mikilvægt sé að fólk moki snjó frá húsveggjum og passi að snjór liggi ekki á svölum. Þá ráðleggur Sigrún fólki að moka frá niðurföllum og tryggja aðgengi að þeim.
Tryggingar VÍS Veður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira