Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 13:01 Þyrlur gæslunnar koma á Landspítalann með sex slasaða eftir bílslys í Öræfum. Flugvélin flutti svo fjóra, þar af einn úr öðru slysi, á spítalann. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu. Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira