Kaldasti desember á landinu í hálfa öld Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 13:38 Fólk á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni í desember. Þó að snjóþyngsli hafi sett mark sitt á mánuðinn var úrkoma í Reykjavík aðeins um þriðjungur af hefðbundinni desemberúrkomu. Óvenjuseint byrjaði líka að snjóa. Vísir/Vilhelm Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára. Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára.
Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira