Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykjavík með fullnægjandi hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 19:02 Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. vísir/arnar Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira