Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 10:54 Vinnueftirlitið var meðal annars kallað út á leikskólann Sólborg í Reykjavík. Reykjavíkurborg Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent. Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent.
Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira