Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 10:57 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari. Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina. Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina.
Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37